SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

H&M auglýsir eftir tískufrömuđum á kassa

 
Viđskipti innlent
14:09 16. MARS 2017
Til stendur ađ opna ţrjár fataverslanir H&M hér á landi.
Til stendur ađ opna ţrjár fataverslanir H&M hér á landi. VÍSIR/GETTY

Auglýst er eftir söluráðgjöfum í verslanir H&M hér á landi á vefsíðu Capacent í dag. Þar segir að allir starfsmenn sænska fataverslunarrisans þurfi að vera söludrifnir, félagslyndir og jákvæðir tískufrömuðir. Söluráðgjafar þurfi meðal annars að undirbúa útsölur og herferðir, fylgja verklagsreglum H&M, og sinna afgreiðslu á kassa í verslunum fyrirtækisins.

Tvær verslanir H&M eiga að opna hér á landi í haust og ein á næsta ári. Í upphafi árs var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og markaðsfulltrúa. Vísir fjallaði í síðasta mánuði um mikinn áhuga á starfi markaðsfulltrúa H&M hér á landi en um 120 manns sóttu um. Umsækjendur um starfið voru síðar látnir vita að forsendur hefðu breyst og að gert sé ráð fyrir að markaðsfulltrúi verði staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / H&M auglýsir eftir tískufrömuđum á kassa
Fara efst