GusGus hitar upp fyrir Timberlake Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2014 08:30 Hljómsveitin GusGus hitar upp fyrir Justin Timberlake á tónleikum hans á Íslandi í sumar. Liðsmenn GusGus eru fullir tilhlökkunar. mynd/ari magg „Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag. Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
„Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag.
Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira