Guðspjall í formi hagfræðilíkans Gestur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar