Guđjóni Val bannađ ađ nota regnbogafyrirliđaband í kvöld

 
Handbolti
15:50 15. JANÚAR 2016
Bjarte Myrhol og Guđjón Valur Sigurđsson međ regnbogaböndin.
Bjarte Myrhol og Guđjón Valur Sigurđsson međ regnbogaböndin. MYND/INSTAGRAM

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, og Bjarte Myrhol, kollegi hans í norska liðinu, ætluðu að bera regnbogalituð fyrirliðabönd í leiknum í kvöld. Það var þeim bannað að gera.

Ísland og Noregur mætast í fyrsta leik liðanna á EM 2016 klukkan 17.15 en leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Þeim var meina að gera slíkt líkt og sænska fyrirliðanum Tobias Karlsson sem ætlaði einnig að leggja baráttu hinsegin fólks í Póllandi lið.

Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð í Póllandi, en Karlsson sagðist ekki vera að mótmæla neinu með sínum gjörðum heldur eingöngu að berjast gegn ójafnrétti.

Forráðamenn Evrópumótsins tóku fyrir þessi regnbogafyrirliðabönd, en Guðjón Valur stillti sér upp fyrir myndatöku með Bjarte Myrhol á Instagram-síðu sinni og sagði að þeir ætluðu að berja slík bönd í kvöld.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđjóni Val bannađ ađ nota regnbogafyrirliđaband í kvöld
Fara efst