Guđjón Valur: Ótrúlega ánćgđur međ viđhorfiđ hjá strákunum

 
Handbolti
20:15 15. JANÚAR 2016
Fyrirliđinn fagnar í kvöld. Hann var traustur sem fyrr.
Fyrirliđinn fagnar í kvöld. Hann var traustur sem fyrr. VÍSIR/VALLI

„Þetta er miklu betra norskt lið en við höfum verið að mæta á síðustu árum,“ sagði yfirvegaður landsliðsfyrirliði Guðjón Valur Sigurðsson en hann var rólegasti maðurinn eftir leik enda búinn að sjá og upplifa ýmislegt á löngum og glæstum landsliðsferli.

„Það var smá skrekkur í okkur til að byrja með. Menn voru samt að berjast og reyna en við gerðum svolítið af mistökum. Það var smá stress en við héldum áfram og börðum hvorn annan áfram.“

Ólíkt því sem oft hefur verið hjá landsliðinu þá var keyrt á öllu liðinu í kvöld og það kann Guðjón að meta.

„Við fáum góð mörk af bekknum. Það kemur góð vörn af bekknum. Ég er ótrúlega ánægður með viðhorfið hjá strákunum. Þrátt fyrir mótlæti þá stóðum við þetta vel af okkur,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sóknarleikurinn eigi eftir að verða betri í næstu leikjum. Fyrsti leikur sé alltaf erfiður.

„Guðmundur Hólmar kom inn og var æðislegur. Hann er að berjast fyrir lífi sínu og þarf líka að læra. Það er annað að spila hér en gegn Portúgal upp i Kaplakrika. Við skiptum mikið. Þrír línumenn spiluðu og allir skiluðu sínu. Skiptum í miðju varnarinnar og allir skiluðu sínu þar. Þetta er bara flott.“

Strákarnir fengu byr í seglin í kvöld en Guðjón segir að menn megi ekki missa sig yfir einum sigri.

„Það er þægilegt að byrja svona en það getur snúist upp í andhverfu sína að vera ekki með bakið upp við vegg og verða að vinna. Við verðum að vinna á sunnudag. Við viljum komast áfram og vinna riðilinn. Þetta er bara að byrja og aðeins eitt skref í rétta átt.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđjón Valur: Ótrúlega ánćgđur međ viđhorfiđ hjá strákunum
Fara efst