Íslenski boltinn

Grunur kviknað um hagræðingu í þessum þremur leikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá leik á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Frá leik á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Vísir/Daníel
Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi undanfarin ár þar sem grunsemdir hafa vaknað um að leikmenn hafi veðjað á úrslit eigin leikja og úrslitum mögulega verið hagrætt.

Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sjá einnig:Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn

Hér fyrir neðan má sjá þrjú mál sem vöktu grunnsemdir og kölluðu á frekari rannsókn hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Dalvík/Reynir, 2014

Greint var frá því í fjölmiðlum á Akureyri að leikmaður Dalvíkur/Reynis hefði veðjað á að liðið myndi tapa leik gegn Þór í undirbúningsmóti í janúar 2014. Rannsókn KSÍ leiddi þó ekkert í ljós.

2. deild karla, 2016

Leikmaður liðs í 2. deild karla var rekinn frá félaginu, grunaður um veðmálasvindl og að hafa reynt að hagræða úrslitum leiks á Íslandsmóti. Málið rataði ekki inn á borð KSÍ.

HK - Grindavík, 2008

KSÍ barst ábending tveimur dögum fyrir leik HK og Grindavíkur í efstu deild karla. Leikmaður HK hafði samband við leikmann Grindavíkur með það í huga að hagræða úrslitum leiksins. Síðartaldi leikmaðurinn gerði KSÍ viðvart og fór leikurinn eðlilega fram, samkvæmt yfirlýsingu KSÍ.


Tengdar fréttir

Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn

Knattspyrnumenn á Íslandi hafa í nokkrum mæli veðjað á úrslit eigin leikja. Engar sönnur hafa verið færðar á að úrslitum leikja hafi verið hagrætt hérlendis en freistingin til þess hjá íslensku knattspyrnufólki er mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×