Erlent

Grunaðar um að hafa misnotað flóttamannabörn

Atli Ísleifsson skrifar
Þeir fjörutíu drengir sem þar búa verða fluttir á önnur heimili fyrir flóttamannabörn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þeir fjörutíu drengir sem þar búa verða fluttir á önnur heimili fyrir flóttamannabörn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Dönsk yfirvöld hafa látið loka heimili fyrir munaðarlaus flóttamannabörn vegna gruns um að tveir starfsmenn heimilisins hafi misnotað nokkra drengi kynferðislega.

Heimilið Tullebølle á eyjunni Langeland hefur áður ratað í fjölmiðla eftir slagsmál heimilismanna.

Í yfirlýsingu frá yfirvöldum segir að nú liggi fyrir rökstuttur grunur um að starfsmenn hafi misnotað drengina.

Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að grunur beinist að tveimur konum sem þar starfa og hafa átt í kynferðislegu sambandi við nokkra drengina utan vinnutíma.

Í frétt DR segir að þeir fjörutíu drengir sem þar búa verða fluttir á önnur heimili fyrir flóttamannabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×