Erlent

Grímur til varnar gegn mengun

Keppendur í hinu alþjóðlega Peking-maraþoni báru margir grímur til að verjast mikilli mengun í borginni.
Keppendur í hinu alþjóðlega Peking-maraþoni báru margir grímur til að verjast mikilli mengun í borginni. vísir/afp
Þúsundir manna tóku þátt í hinu alþjóðlega Peking-maraþoni sem fram fór um helgina. Mikill fjöldi keppenda kaus hins vegar að hlaupa með grímur til að verjast mikilli mengun í borginni.

Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin sagði mengunina vera langt yfir hámarksgildum í mengunarmælingum. Aðstandendur maraþonsins vöruðu keppendur við mikilli mengun en neituðu hins vegar að fresta maraþoninu þrátt fyrir tilmæli frá heilbrigðisyfirvöldum og íþróttasérfræðingum.

Maraþonið var haldið í 34. skiptið og má með sanni segja að grímur keppendanna hafi sett svip sinn á þennan fjölsótta viðburð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×