Erlent

Gríðarlegar loftárásir á Aleppo: „Eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Orustuþotur og stórskotalið á vegum sýrlenskra stjórnvalda og Rússa gerðu í nótt gríðarlegar loftárásir á þann hluta Aleppo sem er á valdi uppreisnarmanna. Svo virðist sem að endanlega sé úti um vopnahlé síðustu tveggja vikna.

Yfirráðum yfir Aleppo, einn af miðpunktum átakana í Sýrlandi, má skipta í tvennt en ríkisstjórn Stýrlands fer með yfirráð yfir vesturhluta borgarinnar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Gerðar voru gríðarlegar loftárásir á austurhlutann í nótt. Sagði blaðamaður AFP sem staddur var í borginni að sá hluti borgarinnar stæði meira og minna í björtu báli.

„Það er eins og verið sé að bæta upp fyrir vopnahléið,“ sagði Ammar al-Selmo, yfirmaður Almannavarna austurhluta borgarinnar í samtali við fréttastofu Reuters. Vopnahlé í Sýrlandi hefur verið í gildi frá 12. september. Hafði dregið úr loftárásum vegna þess þangað til að ráðist var á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag. Bandaríkin og Rússar benda á hvora aðra vegna ábyrgðar á loftárásinni á bílalestina.

Tvær vikur eru frá því að vopnahléið var kynnt og bundnar voru miklar vonir við að það myndi draga úr átökunum í Sýrlandi. Árásin á bílalestina á mánudaginn hafði þó slæm áhrif á vopnahléið og virðist sem að loftárásirnar á Aleppo í nótt hafi verið síðasti naglinn í líkkistu vopnahlésins.


Tengdar fréttir

Sýrlenska vopnahléið í uppnámi

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vopnahléið í Sýrlandi í fullu gildi þrátt fyrir loftárásir síðustu daga. SÞ stöðvuðu sendingu hjálpargagna til svæðis nærri Aleppo, þar sem loftárás á bílalest felldi um 20 manns.

Bandaríkin vísa ábyrgð á Rússa

Bandarísk stjórnvöld halda enn fast við að Rússar beri ábyrgð á loftárásinni á bílalest með hjálpargögn nálægt Aleppo í Sýrlandi á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×