Erlent

Greiðir skaðabætur því hann sagðist ekki elska konuna sína

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan sagði að hún hefði komist í mikið uppnám vegna orða mannsins en maðurinn sagði að hún hefði ítrekað bölvað honum.
Konan sagði að hún hefði komist í mikið uppnám vegna orða mannsins en maðurinn sagði að hún hefði ítrekað bölvað honum. Vísir/Getty
Hæstiréttur í Tyrklandi hefur dæmt mann til að greiða skaðabætur fyrir að segja „Ég elska þig ekki“ við konuna sína.

Hjónin, sem eru að skilja, fóru bæði fram á skaðabætur frá hvort öðru vegna þess að þau sökuðu hvort annað um að hafa móðgað sig í hjónabandinu. Dómstóll hafði áður dæmt að þau hefðu verið jafnslæm, og því fékk hvorugt bætur, en hæstiréttur var því ósammála.

Töldu dómararnir að maðurinn hefði beitt konuna andlegu ofbeldi með því að segjast ekki elska hana og dæmdu hann því til að greiða konunni skaðabætur.

Konan sagði að hún hefði komist í mikið uppnám vegna orða mannsins en maðurinn sagði að hún hefði ítrekað bölvað honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×