Viðskipti erlent

Google veitir upplýsingar um bílastæði

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hægt er að nálgast upplýsingar um hversu auðvelt er að leggja nærri áfangastað sem stimplaður er inn í nýrri betaútgáfu snjallforritsins Google Maps. Frá þessu greinir tæknisíðan Android Police.

Þó sjá ekki allir notendur nýju útgáfunnar upplýsingarnar. Eru þær því mögulega einungis aðgengilegar á ákveðnum svæðum heimsins. Google hefur ekki tjáð sig um þessa nýju virkni forritsins og er ekki ljóst hvort stefnt sé að því að innleiða hana að fullu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×