Viðskipti innlent

Gjöld lækkuðu um 6,5 prósent

Sæunn Gísladóttir skrifar
Veiðigjöld lækkuðu um 1,6 milljarð króna árið 2014.
Veiðigjöld lækkuðu um 1,6 milljarð króna árið 2014. Fréttablaðið/Vilhelm.

Opinber gjöld sjávar­útvegsfélaga námu um 22,9 milljörðum króna árið 2014 og lækkuðu um 1,6 milljarða króna, eða um 6,5%, frá árinu á undan. Fram kemur í skýrslu Íslandsbanka, Íslenskur sjávarútvegur, að mestu muni á veiðigjöldum, sem lækka um sömu fjárhæð og sem nemur heildarlækkun á opinberum gjöldum sjávar­útvegsfélaga, eða um 1,6 milljarða króna.

Voru veiðigjöldin því um 16,5 prósentum lægri á árinu 2014 en á árinu 2013. Tekjuskattur sjávarútvegsfélaga til greiðslu á árinu 2014 (rekstrarár 2013) var um 8,8 milljarðar króna samanborið við 8,7 milljarða króna árið 2013 (rekstrar­ár 2012), sem nemur 1,1% hækkun. Áætlað greitt tryggingagjald nam 6 milljörðum króna á árinu 2014 og lækkaði um 100 milljónir króna frá fyrra ári, eða um 1,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×