Viðskipti innlent

Gjaldþrot dregist saman um 21%

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Nýskráningum einkahlutafyrirtækja hefur fjölgað um fimm prósent síðustu tólf mánuði borið saman við tólf mánuði þar á undan, samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Alls voru 1.951 félög skráð á tímabilinu. Flestar nýskráningar voru í fjármála- og vátryggingastarfsemi, eða 319 talsins.

Þá hafa gjaldþrot einkahlutafyrirtækja dregist saman um tuttugu og eitt prósent síðustu tólf mánuði miðað við tólf mánuði þar á undan. Alls voru 844 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Flest gjaldþrot voru í heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, eða 160 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×