Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn nánast óskuldsettur

Bjarki Ármannsson skrifar
Seðlabanki Íslands hefur keypt rúmlega 800 milljónir evra frá haustinu 2010.
Seðlabanki Íslands hefur keypt rúmlega 800 milljónir evra frá haustinu 2010. Vísir/GVA
Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands er nánast orðinn óskuldsettur. Í júní námu skuldir umfram eignir í erlendri mynt á efnahagsreikningum bankans um tuttugu milljörðum króna en þegar mest var í árslok 2009 námu þær yfir 190 milljörðum.

Bankanum hefur tekist að kaupa yfir 800 milljónir evra á millibankamarkaði frá haustinu 2010. Þetta kemur fram í útreikningum greiningardeildar Arion banka, sem segir það jákvætt að Seðlabankanum sé að takast að safna óskuldsettum forða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×