Viðskipti erlent

Gistináttagjald algengt víða um heim

Samúel Karl Ólason skrifar
Hver ferðamaður á fjögurra stjörnu hóteli í Róm borgar um 900 krónur á nótt.
Hver ferðamaður á fjögurra stjörnu hóteli í Róm borgar um 900 krónur á nótt. Vísir/AFP
Algengt er að hótelgestir greiði sérstakt gistináttagjald í þeim borgum sem flogið er beint til frá Keflavík. Af þeim 59 borgum sem flogið verður til frá Keflavík næsta sumar er gistináttagjald í tuttugu. Þó þetta sé gert víða, er þetta ekki gert á íslandi þrátt fyrir að virðisaukaskatturinn sé í lægra lagi hér.

Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is. Þar má sjá töflu yfir gistináttskattinn í þeim tuttugu borgum sem um ræðir.

Mismundandi er hvort skatturinn sé lagður á hvert herbergi eða á hvern ferðamann. Þar að auki getur gjaldið verið hlutfallslegt miðað við kostnað gistingar. Þá segir á vefnum að víða sé fjármagnið sem fæst með þessari álagningu eyrnamerkt uppbyggingu ferðaþjónustunnar.

Sé Róm tekið sem dæmi, borgar hver ferðamaður á fjögurra stjörnu hóteli um 900 krónur á nótt. Í New York greiða hjón sem gista á hóteli í fimm nætur um níu þúsund krónur í gistináttagjald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×