Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Birgir Olgeirsson skrifar 9. nóvember 2015 16:09 Alda Hrönn segist ekki geta svarað til um það hvort lögregla hafi gert mistök í þessu máli með því að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Vísir/pjetur Ef fara á fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi á grundvelli almannahagsmuna þarf að liggja fyrir sterkur rökstuddur grunur. Þetta segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjóra vegna Hlíðamálsins svokallaða. Hún segist ekki geta svarað því hvort lögreglan hafi gert mistök með því að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um kynferðisbrot í Hlíðunum. Tveir menn hafa verið kærðir fyrir nauðgun tveimur aðskildum málum sem eiga að hafa átt sér stað í Hlíðunum fyrir skemmstu eftir bekkjarskemmtanir nemenda við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Mennirnir voru báðir handteknir vegna málsins og haldið í tæpan sólarhring á meðan lögreglan gerði meðal annars húsleit í umræddri íbúð í Hlíðunum.„Getum ekki sagt já eða nei á þessari stundu“ Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir sakborningunum og ekki heldur farbann. Hefur málið vakið upp mikla reiði í samfélaginu og lögreglan sætt harðri gagnrýni fyrir að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Boðaði lögreglan til fundar nú í hádeginu þar sem rýnt var í rannsókn málsins og kannað hvort mistök hafi verið gerð, eins og Alda Hrönn orðaði það við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Hún segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um hvað fór fram á þessum fundi eða hvort hann hefði leitt til einhvers. Aðspurð hvort mistök hafi verið gerð segist hún ekki vera í aðstöðu til að svara því. „Auðvitað þarf það að vera þannig að við séum að rýna allt sem við gerum aftur, þannig að við getum ekki sagt já eða nei á þessari stundu. Þetta er náttúrlega líka alltaf ákveðið mat sem fer fram á þeim tíma miðað við þær upplýsingar sem við höfum hverju sinni.“Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur Hún segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en spurð hvort afstaða lögreglunnar til gæsluvarðhaldsúrskurðar verði endurmetin var ekki að heyra á Öldu að svo verði gert. „Gæsluvarðhaldið er náttúrlega annars vegar á grundvelli 1. málsgreinar 95. greinar sakamálalaga sem er styttra úrræði og svo á grundvelli almannahagsmuna. Eins og mér sýnist almennt í dag vera mikið rætt um almannahagsmuni, ef við ætlum að beita gæsluvarðhaldi á grundvelli þess þá þarf að vera sterkur rökstuddur grunur, nánast borðleggjandi sakfelling,“ segir Alda. Hún segir slík mál afar erfið og þurfi mikið til, svo fallist sé á þau sjónarmið varðandi gæsluvarðhaldsbeiðni. „Þá er það yfirleitt í beinu framhaldi á broti, ef málið telst sannað, eða þá að það hefur verið farið fram á rannsóknargæslu og niðurstaða rannsóknarinnar hefði leitt til þess.“ Þá segir Alda að afar sjaldgæft sé að farið sé fram á farbann yfir íslenskum ríkisborgurum en því hefur verið velt upp í fjölmiðlum í dag að báðir mennirnir séu farnir úr landi. Alda segist þó ekki getað staðfest það en segir mjög sterka alþjóðlega samninga í gildi svo hægt er að fara fram á framsal íslenskra ríkisborgara sem staddir eru erlendis ef þess gerist þörf. Spurð hvort hætta stafi af sakborningum í þessu máli svarar hún því neitandi. Lögreglan sagði í tilkynningu til fjölmiðla fyrr í dag að ýmislegt sem komið hefði fram í fjölmiðlum væri ekki í samræmi við þau rannsóknargögn sem lögreglan styðst við. Tekur Alda undir það í samtali við Vísi og segir afar dökka mynd hafa verið dregna upp.Hefur skilning á reiði fólks Umræðan um þetta mál hefur verið mikil í samfélaginu í dag og segist Alda Hrönn hafa skilning á reiði fólks. „Að sjálfsögðu, ef fólk óttast um öryggi sitt þá að sjálfsögðu gerum við það. Það er okkar að reyna að bregðast við því og tryggja öryggi fólks og það er það sem við reynum að gera á hverjum tíma fyrir sig. En á þessum tíma var þetta mat þeirra sem unnu að málinu. Lögfræði er alltaf mat og það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við þurfum að skoða þetta í því ljósi.“ Hún tekur fram að lokum nú í nóvember var aftur sett á fót kynferðisafbrotadeild innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er okkar forgangsmál að vinna vel í svona málum.“ Hlíðamálið Tengdar fréttir Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Ef fara á fram á gæsluvarðhald yfir sakborningi á grundvelli almannahagsmuna þarf að liggja fyrir sterkur rökstuddur grunur. Þetta segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjóra vegna Hlíðamálsins svokallaða. Hún segist ekki geta svarað því hvort lögreglan hafi gert mistök með því að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um kynferðisbrot í Hlíðunum. Tveir menn hafa verið kærðir fyrir nauðgun tveimur aðskildum málum sem eiga að hafa átt sér stað í Hlíðunum fyrir skemmstu eftir bekkjarskemmtanir nemenda við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Mennirnir voru báðir handteknir vegna málsins og haldið í tæpan sólarhring á meðan lögreglan gerði meðal annars húsleit í umræddri íbúð í Hlíðunum.„Getum ekki sagt já eða nei á þessari stundu“ Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir sakborningunum og ekki heldur farbann. Hefur málið vakið upp mikla reiði í samfélaginu og lögreglan sætt harðri gagnrýni fyrir að fara ekki fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Boðaði lögreglan til fundar nú í hádeginu þar sem rýnt var í rannsókn málsins og kannað hvort mistök hafi verið gerð, eins og Alda Hrönn orðaði það við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Hún segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um hvað fór fram á þessum fundi eða hvort hann hefði leitt til einhvers. Aðspurð hvort mistök hafi verið gerð segist hún ekki vera í aðstöðu til að svara því. „Auðvitað þarf það að vera þannig að við séum að rýna allt sem við gerum aftur, þannig að við getum ekki sagt já eða nei á þessari stundu. Þetta er náttúrlega líka alltaf ákveðið mat sem fer fram á þeim tíma miðað við þær upplýsingar sem við höfum hverju sinni.“Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur Hún segir rannsókn málsins enn í fullum gangi en spurð hvort afstaða lögreglunnar til gæsluvarðhaldsúrskurðar verði endurmetin var ekki að heyra á Öldu að svo verði gert. „Gæsluvarðhaldið er náttúrlega annars vegar á grundvelli 1. málsgreinar 95. greinar sakamálalaga sem er styttra úrræði og svo á grundvelli almannahagsmuna. Eins og mér sýnist almennt í dag vera mikið rætt um almannahagsmuni, ef við ætlum að beita gæsluvarðhaldi á grundvelli þess þá þarf að vera sterkur rökstuddur grunur, nánast borðleggjandi sakfelling,“ segir Alda. Hún segir slík mál afar erfið og þurfi mikið til, svo fallist sé á þau sjónarmið varðandi gæsluvarðhaldsbeiðni. „Þá er það yfirleitt í beinu framhaldi á broti, ef málið telst sannað, eða þá að það hefur verið farið fram á rannsóknargæslu og niðurstaða rannsóknarinnar hefði leitt til þess.“ Þá segir Alda að afar sjaldgæft sé að farið sé fram á farbann yfir íslenskum ríkisborgurum en því hefur verið velt upp í fjölmiðlum í dag að báðir mennirnir séu farnir úr landi. Alda segist þó ekki getað staðfest það en segir mjög sterka alþjóðlega samninga í gildi svo hægt er að fara fram á framsal íslenskra ríkisborgara sem staddir eru erlendis ef þess gerist þörf. Spurð hvort hætta stafi af sakborningum í þessu máli svarar hún því neitandi. Lögreglan sagði í tilkynningu til fjölmiðla fyrr í dag að ýmislegt sem komið hefði fram í fjölmiðlum væri ekki í samræmi við þau rannsóknargögn sem lögreglan styðst við. Tekur Alda undir það í samtali við Vísi og segir afar dökka mynd hafa verið dregna upp.Hefur skilning á reiði fólks Umræðan um þetta mál hefur verið mikil í samfélaginu í dag og segist Alda Hrönn hafa skilning á reiði fólks. „Að sjálfsögðu, ef fólk óttast um öryggi sitt þá að sjálfsögðu gerum við það. Það er okkar að reyna að bregðast við því og tryggja öryggi fólks og það er það sem við reynum að gera á hverjum tíma fyrir sig. En á þessum tíma var þetta mat þeirra sem unnu að málinu. Lögfræði er alltaf mat og það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við þurfum að skoða þetta í því ljósi.“ Hún tekur fram að lokum nú í nóvember var aftur sett á fót kynferðisafbrotadeild innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er okkar forgangsmál að vinna vel í svona málum.“
Hlíðamálið Tengdar fréttir Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45 Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Nafn- og myndbirtingar á samfélagsmiðlum: Kennslubókardæmi um ærumeiðingar Þeir sem taka þátt í nafn- og myndbirtingum á netinu á mönnum sem ekki hafa hlotið dóm eiga á hættu að vera stefnt fyrir ærumeiðingar. Hæstaréttarlögmaður segir ljóst hvernig þau mál myndu enda. 9. nóvember 2015 14:45
Lögreglan segir allt kapp lagt á að upplýsa meint kynferðisbrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af rannsóknum tveggja kynferðisbrota sem Fréttablaðið hefur fjallað um síðustu daga. 9. nóvember 2015 15:17
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03