Erlent

Geta skotið kjarnorkuvopnum tvö þúsund kílómetra

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong Un sagði í síðasta mánuði að þeim hefði tekist að gera kjarnorkuvopn sín mun minni.
Kim Jong Un sagði í síðasta mánuði að þeim hefði tekist að gera kjarnorkuvopn sín mun minni. Vísir/EPA
Norður-Kóreumenn geta komið kjarnorkuvopni fyrir á eldflaugum sem drífa um tvö þúsund kílómetra. Með því gætu þeir skotið vopnum að Suður-Kóreu, Japan, Kína og Rússlandi. Yfirvöld Suður-Kóreu tilkynntu þetta í dag.

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í síðasta mánuði að þeim hefði tekist að minnka kjarnorkuvopn á þann hátt að hægt væri að koma þeim fyrir í svokölluðum kjarnaskotflaugum (e. Ballistic missle). Það hefur hins vegar verið dregið í efa.

Samkvæmt frétt Reuters telja yfirvöld í suðri að Norður-Kóreumenn gætu komið kjarnorkuvopnum fyrir á Rodong flugskeytum. Þau drífa eins og áður hefur komið fram um tvö þúsund kílómetra, með um eins tonns farm.

Embættismaðurinn sem Reuters ræddi við vildi þó ekki segja hvaðan þær upplýsingar væru til komnar. Engar beinar sannanir hafa fundist fyrir því að þetta hafi verið gert í Norður-Kóreu.

CNN sagði frá því í morgun að eftirlitsaðilar hafi orðið varir við aukna virkni í vísindastofu í Norður-Kóreu, þar sem úraníum hefur verið auðgað. Norður-Kórea framkvæmdi fjórðu kjarnorkuvopnatilraun sína í byrjun árs.


Tengdar fréttir

Hóta aftur kjarnorkuárásum

Sérfræðingar draga í efa að Norður-Kórea búi yfir kunnáttu til að koma kjarnorkuvopnum fyrir á eldflaugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×