Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2015 21:04 „Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“ Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42