Erlent

Gera hafsvæði á stærð við Frakkland að verndarsvæði

Atli Ísleifsson skrifar
Hafsvæðið Kermadec er norður af Norðurey, en á því er að finna fjölda smærri eyja og neðansjávareldstöðva.
Hafsvæðið Kermadec er norður af Norðurey, en á því er að finna fjölda smærri eyja og neðansjávareldstöðva. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi hafa kynnt áætlun sína um að gera hafsvæði í Suður-Kyrrahafi, sem er á stærð við Frakkland, að verndarsvæði.

Í frétt BBC segir að hafsvæðið Kermadec sé norður af Norðurey, en á því sé að finna fjölda smærri eyja og neðansjávareldstöðva.

John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, greindi frá áætlun ríkisstjórnar sinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Fiskveiðar og boranir verða bannaðar á svæðinu sem Key lýsir sem einu fjölbreyttasta í heimi, bæði í jarðfræðilegum og landfræðilegum skilningi.

„Nýsjálendingar er annt um strendur sínar og höf sem eru mikilvægur liður í menningu okkar, efnahag og umhverfi og við erum staðráðin í að stjórna þeim á sjálfbæran hátt,“ sagði Key.

Nýsjálenska ríkisstjórnin hyggst kynna frumvarp um verndum hafsvæðisins á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×