Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. desember 2013 19:41 Kristinn fullyrðir að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“ Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, gagnrýnir Birgittu Jónsdóttur, þingmann Pírata, fyrir að hafa þegið laun frá kvikmyndaverinu DreamWorks vegna vinnu hennar við handrit kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Á Facebook-síðu sinni hefur Kristinn birt úrdrátt úr greininni Fjölmiðlar og fimmta valdið, sem verður í heild sinni í næsta hefti Herðubreiðar, en Birgitta staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. Þetta er vitaskuld umtalsverð fórn fyrir leiðtoga Pírataflokks enda felur það í sér það óeigingjarna starf að ganga í björg með höfuðandstæðingnum, sjálfu höfuðbóli höfundarréttarmafíunnar í Hollywood,“ segir Kristinn í greininni, og fullyrðir hann að þáttur Birgittu í starfi WikiLeaks sé stærri í handriti myndarinnar en í raunheimi. „Birgitta lagði hönd á plóg við handritsgerð myndarinnar án þess að fullljóst sé hvernig það hefur birst. Að vísu hefur nokkrum útgáfum handritisins, á ýmsum vinnslustigum verkefnsins, verið lekið til WikiLeaks. Vissulega hefur það breyst í þessu ferli og helst er að sjá að þáttur Birgittu hafi heldur aukist í gegnum það en hitt.“ Hann segir það nokkuð athyglisvert að Birgitta hafi „þegið laun frá Hollywood-maskínunni, ofan á þingfararkaupið“. Þá segir hann það furðulegt að hún hafi gert höfundaréttarsamning við DreamWorks og afsalað höfundarétti að eigin persónu, gegn greiðslu. „Það verður í það minnsta sérstakt, þegar farið verður að lögsækja einhvern unglinginn fyrir að hala kvikmyndinni niður, að hinum megin línunnar standi þá Píratinn frá Íslandi, sem einn fulltrúi höfundarréttarmafíunnar.“
Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32