Fleiri fréttir

Ríkið greiðir Vísi fyrir kynningar

Utanríkisráðuneytið greiðir vefmiðlinum visir.is 350 þúsund krónur á mánuði fyrir að birta greinar sem skrifaðar eru um þróunarsamvinnu. Greinarnar eru birtar sem kynningarefni á vefnum.

Þurfi að taka á sig tugprósenta afskriftir

Icelandair þrýstir á að félagið standi undir talsvert minni hluta af höfuðstól skuldabréfaeigenda WOW air. Greinandi Landsbankans segir það ekki koma á óvart ef hluthafafundi Icelandair á föstudag verði frestað.

Búast við að tillögu um kaup á WOW air verði frestað

Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun.

Samþykkja undanþágur fyrir Icelandair

Eigendur skuldabréfa Icelandair Group upp á um 27 milljarða króna samþykktu að heimila tímabundna undanþágu frá tilteknum fjárhagslegum skilyrðum skuldabréfanna.

Monki opnar á Íslandi

Skandinavíska fataverslunarkeðjan Monki mun opna 450 fermetra verslun í Smáralind næsta vor.

Verðmatið 73 prósentum hærra

Gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu Sýn er metið rúmlega 70 prósentum hærra en gengi bréfanna við lokun markaða í gær samkvæmt nýju verðmati IFS sem Markaðurinn hefur undir höndum.

Vonir bundnar við útboð Heimavalla

Hluthafar í Heimavöllum binda vonir við að fyrirhugað skuldabréfaútboð og endurfjármögnun leigufélagsins auki tiltrú fjárfesta á félaginu. Stefnt er að því að halda útboðið á næstu dögum eða vikum.

Svipmynd: Tengja vörurnar við hughrifin á Íslandi

Vala Steinsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra snyrtivörufyrirtækisins Sóley Organics frá haustinu 2016 en áður starfaði hún hjá 66°Norður og sem vörustjóri hjá Nike EMEA í Hollandi.

Reykjavík ryður brautina fyrir græn bréf

Framkvæmdastjóri hjá Fossum segir að með því að gefa út græn skuldabréf sendi útgefandinn skýr skilaboð til starfsmanna, fjárfesta og samfélagsins í heild.

Samskip umsvifameiri en flesta grunar

Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa, segir mikil sóknartækifæri með nýju leiðakerfi félagsins. Samskip ætli að auka hlutdeild í útflutningi á ferskum afurðum.

Rekstur Bauhaus nálgast núllið

Verslun Bauhaus á Íslandi var opnuð árið 2012 en á fyrstu fimm árum starfseminnar nam samanlagt rekstrartap 2,2 milljörðum króna.

HB Grandi fer yfir kvótaþakið með kaupunum á Ögurvík

Í kjölfar kaupa HB Granda á Ögurvík, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku, ræður fyrrnefnda félagið yfir 12,4 prósentum af heildarkvótanum, talið í þorskígildum, og er þannig komið yfir leyfilegt hámark sem er 12 prósent.

Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air

Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Ice­landair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air.

Óvissa um kaup Icelandair á WOW air

Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu.

Bein útsending: Hvar vilja konur vinna?

Íslandsbanki heldur opinn fund á Hilton í dag klukkan 17.15 undir yfirskriftinni Hvar vilja konur vinna. Vísir sýnir fundinn í beinni útsendingu.

Skúli lagði 770 milljónir til WOW

Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans.

IKEA innkallar GLIVARP borð

IKEA á Íslandi innkallar GLIVARP stækkanlegt borð vegna hættu á því að stækkunarplata losni.

Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki

Viðskiptavinum sem áttu bókaðar ferðir með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefur verið tilkynnt að fyrirtækið sé komið í þrot. Dýrar ferðir sem virðist ganga illa að fá endurgreiddar. Eigandi Goecco hefur ekki svarað skilaboðum.

Tesla auglýsir starf á Íslandi

Rafbílaframleiðandinn Tesla Motors auglýsir á heimasíðu sinni eftir starfskrafti til að þjónusta Tesla bifreiðar hér á Íslandi.

Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air

Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air.

Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum

Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum.

Rauður dagur í Kauphöllinni

Hlutabréf í skráðum félögum í Kauphöll Íslands hafa lækkað töluvert eftir að viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir