Viðskipti innlent

Verðmatið 73 prósentum hærra

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Greinendur IFS verðleggja Sýn á 23,9 milljarða en núverandi markaðsvirði þess er 13,8 milljarðar.
Greinendur IFS verðleggja Sýn á 23,9 milljarða en núverandi markaðsvirði þess er 13,8 milljarðar. Fréttablaðið/ANton
Gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu Sýn er metið rúmlega 70 prósentum hærra en gengi bréfanna við lokun markaða í gær samkvæmt nýju verðmati IFS sem Markaðurinn hefur undir höndum.

Greinendur IFS verðleggja Sýn á 23,9 milljarða en núverandi markaðsvirði þess er 13,8 milljarðar. Þannig eigi gengið að vera 80,8 krónur á hlut, samkvæmt verðmatinu, en það stóð í 46,6 krónum eftir lokun markaðarins í gær. Þá geti gengið farið í 91,2 krónur eftir 12 mánuði sem samsvarar 95,7 prósenta hækkun frá núverandi gengi.

„Þrátt fyrir að taka áætlun stjórnenda um arðsemi næstu ár með umtalsverðri varúð þykir okkur hlutabréf í félaginu áhugaverður fjárfestingarkostur út frá langtímahorfum á núverandi markaðsverð.“

Skilgreindur einskiptiskostnaður á þriðja fjórðungi vegna samruna 365 miðla við Vodafone reyndist nema aðeins sex milljónum, samanborið við 115 milljónir á fyrsta ársfjórðungi og 30 milljónir á öðrum. „Bendir þetta til að félagið sé að komast í gegnum mesta skaflinn hvað kostnað snertir vegna samrunavinnunnar,“ segir í greiningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×