Viðskipti innlent

Rekstur Bauhaus nálgast núllið

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Byggingavöruverslun Bauhaus á Íslandi er á góðri leið með að koma rekstrinum réttum megin við núllið.
Byggingavöruverslun Bauhaus á Íslandi er á góðri leið með að koma rekstrinum réttum megin við núllið. Fréttablaðið/Pjetur
Byggingavöruverslun Bauhaus á Íslandi er á góðri leið með að koma rekstrinum réttum megin við núllið. Rekstrartap Bauhaus slhf. nam 33 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman frá árinu 2016 þegar það nam 236 milljónum. Verslun Bauhaus á Íslandi var opnuð árið 2012 en á fyrstu fimm árum starfseminnar nam samanlagt rekstrartap 2,2 milljörðum króna.

Rekstrartekjur námu 2.778 milljónum króna og jukust um 7,9 prósent á milli ára. Á sama tímabili lækkaði kostnaðarverð seldra vara um 3,2 prósent en aðrir kostnaðarliðir jukust um 5,7 prósent.

Bauhaus tapaði 113 milljónum á síðasta ári og jókst tapið á milli ára en það nam 63 milljónum árið 2016. Það má að miklu leyti rekja til breytingar á gengismun.

Fasteignir Bauhaus eru skráðar á Lambhagaveg fasteignafélag. Félagið tapaði 110 milljónum króna í fyrra en árið 2016 hagnaðist það um 673 milljónir en það má aftur rekja til gengismunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×