Fleiri fréttir

Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess.

Fjármálaáætlun einkennist af óhóflegri bjartsýni að mati sérfræðinga

Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar.

LBI vann ellefu dómsmál

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í síðustu viku öllum kröfum fyrrverandi eigenda hlutdeildarskírteina í peningamarkssjóðum Landsvaka í ellefu prófmálum sem höfðuð voru á hendur eignarhaldsfélaginu LBI.

Meta bréf Vodafone yfir markaðsvirði

Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Vodafone á 77,8 krónur á hlut, sem er ríflega 10 prósentum yfir skráðu gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær, samkvæmt nýlegu verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Fleiri tekjuháir nýta sér Airbnb

Tekjuháir ferðamenn nýta sér leiguvefinn Airbnb í síauknum mæli. Fyrir fáeinum árum gistu aðallega tekjulægri ferðamenn í Airbnb-íbúðum. Viðsnúningurinn hefur verið hraður, að sögn hagfræðings.

Hagnaður Júpíters tvöfaldaðist

Júpíter rekstrarfélag, sem er í eigu Kviku banka, hagnaðist um rúmar 59 milljónir króna á síðasta ári. Tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli ára.

Andstaða stjórnvalda stoppaði arðgreiðslu

Kaupþing og vogunarsjóðir hættu við að greiða Valitor út í arð vegna andstöðu við þau áform innan stjórnkerfisins og á meðal einstakra ráðherra. Slík ráðstöfun væri engu að síður líkleg til að skila ríkinu hærra stöðugleikaframlagi.

Hafa greitt Matthíasi 1.400 milljónir

Róbert Wessman og viðskiptafélagar hans gengu frá greiðslu upp á 1,4 milljarða króna til Matt­híasar H. Johannessen í byrjun síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis

Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við lagatúlkanir Seðlabanka Íslands og nýjar starfsreglur bankaráðs. Fyrrverandi bankaráðsmenn telja að svigrúm bankaráðs til að sinna eftirlitshlutverki sínu hafi verið takmarkað.

Arctica hagnast um 212 milljónir

Hagnaður Arctica Finance á árinu 2017 nam tæplega 212 milljónum borið saman við nærri 500 milljóna hagnað árið áður.

Spotify verðlagt á hátt í þrjú þúsund milljarða í fyrstu viðskiptum

Verðlagning hlutabréfa í Spotify við skráningu í kauphöll Vestanhafs endurspeglar verðmæti upp á rúmlega 23 milljarða dollara, jafnvirði um 2.300 milljarða króna. Verð á hlutabréfum í fyrstu viðskiptum dagsins var talsvert hærra og fór markaðsverðmæti félagsins hátt í jafnvirði þrjú þúsund milljarða króna.

Stefnumótaforrit deildi upplýsingum um HIV-smit

Stefnumótaforritið Grindr hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að í ljós kom að forritið hefur deilt viðkvæmum upplýsingum um notendur sína, eins og hvort þeir séu HIV-smitaðir og hvar þeir eru staðsettir, til tveggja fyrirtækja.

Tæknirisar takast á

Forstjóri Apple hefur gagnrýnt Facebook harkalega vegna máls Cambridge Analytica og segir fólk eiga rétt til einkalífs.

Sjá næstu 50 fréttir