Viðskipti innlent

Hagnaður Júpíters tvöfaldaðist

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Ragnar Páll Dyer, framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags.
Ragnar Páll Dyer, framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags.
Júpíter rekstrarfélag, sem er í eigu Kviku banka, hagnaðist um rúmar 59 milljónir króna á síðasta ári. Tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli ára.

Hreinar rekstrartekjur félagsins námu 347 milljónum á árinu og jukust um 22 prósent frá fyrra ári en rekstrargjöldin voru 272 milljónir og hækkuðu um 10 prósent á milli ára.

Eignir Júpíters námu 229 milljónum króna í lok síðasta árs borið saman við 152 milljónir í árslok 2016. Eigið fé var 160 milljónir í lok árs 2017 og eiginfjárhlutfallið því 18,8 prósent.

Á árslok 2017 voru 22 sjóðir í rekstri Júpíters sem og eitt samlagshlutafélag. Eignir í stýringu voru 70,3 milljarðar króna borið saman við 31,3 milljarða í upphafi síðasta árs.

Stjórn félagsins hefur lagt til að ekki verði greiddur út arður til hluthafa vegna síðasta árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×