Viðskipti erlent

Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum

Sylvía Hall skrifar
Xi Jinping, forseti Kína. Nordicphotos/AFP
Xi Jinping, forseti Kína. Nordicphotos/AFP

Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Þetta kemur í kjölfar tollahækkana Donalds Trump á innflutt ál og stál í síðasta mánuði og áforma hans um að hækka innflutningstolla á kínverskar vörur vegna gruns um hugverkastuld af hálfu Kínverja.

Tollahækkanir Kínverja voru tilkynntar seint í gær og munu taka gildi í dag. Þær munu ná yfir allt að 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum, þar á meðal ávexti, hnetur og svínakjöt.

Til stóð að Kínverjar myndu lækka innflutningstolla á rúmlega 120 vörur frá Bandaríkjunum en segjast þeir hafa gripið til þessara aðgerða til að vernda eigin viðskiptahagsmuni í kjölfar aðgerða Trumps. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.