Viðskipti erlent

Kínverjar hækka innflutningstolla á bandarískum vörum

Sylvía Hall skrifar
Xi Jinping, forseti Kína. Nordicphotos/AFP
Xi Jinping, forseti Kína. Nordicphotos/AFP
Kínverjar hafa lagt allt að 25% tolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Þetta kemur í kjölfar tollahækkana Donalds Trump á innflutt ál og stál í síðasta mánuði og áforma hans um að hækka innflutningstolla á kínverskar vörur vegna gruns um hugverkastuld af hálfu Kínverja.

Tollahækkanir Kínverja voru tilkynntar seint í gær og munu taka gildi í dag. Þær munu ná yfir allt að 128 vörutegundir frá Bandaríkjunum, þar á meðal ávexti, hnetur og svínakjöt.

Til stóð að Kínverjar myndu lækka innflutningstolla á rúmlega 120 vörur frá Bandaríkjunum en segjast þeir hafa gripið til þessara aðgerða til að vernda eigin viðskiptahagsmuni í kjölfar aðgerða Trumps. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×