Fleiri fréttir

Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú?

Hrund Ólöf Andradóttir skrifar

Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi.

Söguleg sáttastjórn eða hvað er vinstri hugsun?

Þröstur Ólafsson skrifar

Myndun ríkisstjórnarinnar hefur kallað fram margs konar hugleiðingar um eðli hennar og tækifæri. Hástemmdustu heilabrotin vitnuðu í nýsköpunarstjórnina sem e.k. sáttastjórn, enda sátu í þeirri stjórn fulltrúar stjórnmálahreyfinga, sem mestar breytingar vildu gera á íslensku samfélagi ásamt þeim sem ekki vildu gera miklar ef nokkrar breytingar.

Öll í strætó

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumar­áætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni.

Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina

Stefán Benediktsson skrifar

Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd.

Úr lausu lofti gripið?

Ólafur Stephensen skrifar

Íslandsmetið í skattheimtu er tollur á franskar kartöflur upp á 76%. Þetta er hæsti verðtollurinn í íslenzku tollskránni. Það er alþekkt að þessum tolli er ætlað að vernda íslenzkan landbúnað. Þrátt fyrir þessa kröftugu verndaraðgerð er hins vegar ljóst að sáralítið innlent hráefni er notað í innlenda framleiðslu á frönskum kartöflum

Óheppilegt

Magnús Guðmundsson skrifar

Nýr Landsréttur tók í starfa í gær í skugga þess að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut lög við skipan dómara við réttinn samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar.

Jólatré í janúar

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Það er fátt jafn dapurlegt og uppstrílað jólatré inni í stofu fyrstu dagana í janúar. Einu sinni stofustáss en umbreytist í aðskotahlut á nýju ári. Týnir tilgangi sínum á einni nóttu.

Bullið 2017

Sævar Þór Jónsson skrifar

Þar sem ég er að komast á fimmtugsaldurinn þá langar mig að tuða aðeins yfir árinu 2017.

Vinnum gegn fátækt

Laufey Ólafsdóttir skrifar

Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúmlega sextán þúsund manns, við skort á efnislegum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum.

Réttar upplýsingar á borðið

Friðrik Már Guðmundsson skrifar

Stjórn Loðnuvinnslunnar í Fáskrúðsfirði sendi frá sér yfirlýsingu þann 5. desember síðastliðinn þar sem mótmælt var harðlega áformum sem uppi eru um stórfellt laxeldi í firðinum án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins.

Mennskan

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Hin svokallaða fjórða iðnbylting var á allra vörum á árinu sem var að líða.

Fjármögnun læknanáms

Dagbjört Guðjohnsen Guðbrandsdóttir skrifar

Það dýrmætasta sem ég hef í mínum höndum er mín menntun og skólaganga erlendis.

Búsetu- og atvinnumál fatlaðra

Ingvar Jónsson skrifar

Á undanförnum árum hefur húsnæðisskortur í Reykjavík verið alvarlegt vandamál sem brýnt er að leysa úr með auknu lóðaframboði og uppbyggingu nýs íbúðahverfis.

Gott ár fyrir sálina

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég er aldeilis upp með mér að fá að árna þér heilla svona í fyrsta blaði ársins. Þannig að: Gleðilegt ár.

Yfir hverju er þetta fólk andvaka?

Ögmundur Jónasson skrifar

Kjararáð ákveður að hækka laun biskups um fimmtung þannig að hann sé á pari við alþingismenn í grunnlaunum en grunnlaun þeirra voru hækkuð í rúmlega milljón krónur á mánuði fyrr á árinu.

Eflum geðheilbrigðisþjónustuna

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Góð geðheilsa er undirstaða lífsgæða. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni frá því í september 2017 hefur geðheilsu ungs fólks hrakað á undanförnum árum.

Fólk ársins

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Þegar því er velt upp hvað stóð upp úr á árinu sem er að líða kemur ýmislegt til greina. Ísland komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta skipti, við tók ný ríkisstjórn undir forystu ungrar og öflugrar konu, ferðamenn héldu áfram að sækja landið heim í milljónavís og skutu styrkari stoðum undir blómlegt efnahagslífið.

Við erum sakborningar

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Einu sinni þótti í lagi að halda þræla. Einu sinni máttu konur ekki kjósa. Einu sinni var samkynhneigð dauðasök. Einu sinni var fólk brennt á báli fyrir galdra. Hinn alvitri samtími lítur í baksýnisspegilinn og hlær að glappaskotum tímanna sem komu á undan. Hvað var þetta lið að spá?

Nýársáskorun

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Við erum ekki öll eins. Lífið leikur okkur misjafnlega og þjóðlífið er margbrotið einmitt vegna þessa, við erum öll einstök.

Ár neytandans

Hörður Ægisson skrifar

Landslagið á smásölumarkaði tók stakkaskiptum á árinu sem er að líða. Innreið Costco til Íslands, sem og að einhverju marki koma H&M, hratt af stað tímabærri uppstokkun í verslun hérlendis þar sem fyrirtæki hafa þurft að leita allra leiða til að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi.

Fyrirgefning og réttlæti

Þórlindur Kjartansson skrifar

Skömmu fyrir jól urðu þau tíðindi í Bandaríkjunum að tveir miðaldra menn féllust í faðma, felldu tár og fyrirgáfu hvor öðrum áratugalanga beiskju. Viðburðurinn var svo hjartnæmur og fallegur að myndband af honum dreifðist undurskjótt um heimsbyggðina

Áramótaandvarp

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Lífið er óslitin óreiða frá fæðingu til dauða. Stjórnlaus hraðlest hörmunga, áfalla og vonbrigða. Ferðin er þó góðu heilli vörðuð gleðistundum og fallegum augnablikum. Leiðarljóssglætum í myrkrinu.

2017: Árið sem hafnaði leyndarhyggju

Rut Einarsdóttir og Hallgrímur Óskarsson skrifar

Tíðarandinn á Íslandi og mjög víða annarsstaðar í veröldinni hefur gjörbreyst gagnvart gagnsæi og leyndarhyggju.

Kirkjufellsfossinn fagri

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Kirkjufellsfoss er líklega að verða einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem leið eiga um Snæfellsnesið. Þangað koma þúsundir ferðamanna alla daga til að berja fossinn augum og auðvitað til að taka mynd af Kirkjufellinu frá þessu tiltekna sjónarhorni.

Icelandic lamb nær til erlendra ferðamanna

Svavar Halldórsson skrifar

Nú er senn að ljúka fyrsta heila starfsári markaðsstofunnar Icelandic lamb. Hlutverk hennar er m.a. að kynna íslenskt lambakjöt, ull og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum

Hræsnin um launin

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnumarkað ráðið miði við og hótar að segja upp kjarasamningum láglaunafólks.

Kerfi ójafnaðar

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Þegar kyndilberar frjálsra markaða eru byrjaðir að vara við vaxandi ójöfnuði á Vesturlöndum, þá er það vísbending um að eitthvað mikið sé að.

Við Elísabet, og Jackie

Þorvaldur Gylfason skrifar

Þegar ég kom fyrst til Keníu 1979 sögðu heimamenn mér líkt og öðrum gestum stoltir frá heimsókn Elísabetar prinsessu og Filippusar prins bónda hennar til landsins 1952 því þar voru þau hjónin stödd þegar þau fengu fregnina um andlát föður hennar, Georgs konungs VI.

Hvers er að minnast?

Frosti Logason skrifar

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, sagði skáldið. Ekki grátum við það nú, þó síður sé. Margir sjá í nýju ári ótal tækifæri til að breyta um kúrs, rétta sig af og verða betri manneskjur.

Rósa og Skúli í „Rósagarðinum“

Jón Ingi Gíslason skrifar

Fyrir jól fóru þau mikinn Rósa Ingvars sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Skúli Helgason formaður skólayfirvaldsins í Reykjavík síðustu ár.

Stjörnurnar vísa veginn

Lilja Alfreðsdóttir skrifar

Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp.

Breytingar

Magnús Guðmundsson skrifar

Framfarir eru fallegt orð. En breytingar eru hvati þeirra og breytingar eiga sér óvini.“ Það er kannski hálf ankannalegt að vitna í Robert F. Kennedy, karlmann sem tilheyrði einni valdamestu ætt Bandaríkjanna, í þessum orðum sem eru skrifuð í tilefni af kvennabyltingu samtímans.

Aukið fjármagn til NPA – Flýtum aðgerðum

Ásmundur Einar Daðason skrifar

Aukið frelsi, betri möguleikar til að ráða lífi sínu, stóraukin tækifæri til sjálfstæðs lífs og til virkrar þátttöku í samfélaginu, þetta eru þau einkunnarorð sem fatlað fólk sem reynt hefur, gefur NPA-þjónustuforminu, þ.e. notendastýrðri persónulegri aðstoð.

Með hækkandi sól

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar

Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum.

Bitcoin æsingur

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Rafmyntir eru gífurlega spennandi. Þekktust þeirra er Bitcoin og það má vel vera að í framtíðinni verði hún valkostur fyrir þá sem vilja nýta hana til daglegra viðskipta en í dag er hið mikla verðmæti hennar nær eingöngu falið í voninni um notagildi í framtíðinni.

Ár hinna óvæntu atburða

Agnar Tómas Möller skrifar

Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða "Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað.

Sjúkraliðinn - ég

Fríða Björk Sandholt skrifar

Ég var á kvöldvakt í fyrradag, Jóladag, og þegar ég var að finna mig til fyrir vinnuna, þá horfði yngri sonur minn á mig undrunar augum og spurði: "Mamma, ert þú ekki líka í jólafríi eins og allir?“ og þegar ég svaraði neitandi, þá fannst honum óréttlátt að mamma þyrfti að fara í vinnu á jólunum.

Lagaleg skylda að bregðast við kynferðislegri áreitni

Jóhann Fr. Friðriksson skrifar

Mikil vakning hefur átt sér stað í kjölfar #METOO byltingarinnar og má segja að hluti þeirrar vakningar snúist einmitt um að viðurkenna mikilvægi sálfélagslegra vinnuverndarþátta.

Vistkerfið er líkami Guðs

Bjarni Karlsson skrifar

Einn þáttur jólasögunnar er sá að þegar í ljós kom að María var ófrísk var Jósef miður sín, því hann vissi að hann gat ekki verið faðir barnsins.

Sjá næstu 50 greinar