Skoðun

Icelandic lamb nær til erlendra ferðamanna

Svavar Halldórsson skrifar
Nú er senn að ljúka fyrsta heila starfsári markaðsstofunnar Icelandic lamb. Hlutverk hennar er m.a. að kynna íslenskt lambakjöt, ull og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Þetta er í fyrsta skipti sem það hefur verið gert með skipulögðum hætti. Starfið hverfist um eitt sameiginlegt merki sem táknar gæði, hreinleika og sérstöðu.

40 milljón snertingar á netinu

Icelandic lamb heldur úti öflugri samfélagsmiðlaherferð sem hefur skilað um 40 milljón snertingum. Þetta er fjórfalt það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Um 50 myndbönd eru í dreifingu á vefnum ásamt öðru efni. Einstaka myndbönd hafa fengið allt að sjö þúsund deilingar sem er framúrskarandi á alla mælikvarða. Herferðin hefur verið verðlaunuð af FÍT, tilnefnd til evrópsku ADCE verðlaunanna og norrænu Emblu-verðlaunanna.

Um 150 innlendir aðilar í nýsköpun, hönnun, verslun, úrvinnslu eða veitingarekstri eru í samstarfi við Ice­landic lamb. Þar af eru rúmlega hundrað veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Staðirnir setja lambakjöt í öndvegi og merkið er áberandi inni á stöðunum, á heimasíðum þeirra og víðar. Þetta samstarf hefur skilað sér greinilega í töluvert aukinni sölu.

30% þekkja merkið

Samkvæmt nýrri Gallup-könnun meðal erlendra ferðamanna kom í ljós að um 30% þekkja merkið og hafa á því jákvæða skoðun. Þessi niðurstaða er framar björtustu vonum. Undirritaður og aðrir sem að verkefninu standa þóttu bjartsýnir þegar þeir gerðu sér vonir um að ná til 10% erlendra ferðamanna á fyrsta heila starfsárinu.

Könnunin sýnir einnig að 52% erlendu ferðamannanna borða íslenskt lambakjöt á veitingastöðum. Flestir bara einu sinni en margir oftar. Aðeins 15% keyptu sér hins vegar íslenskt lambakjöt úti í búð. Ljóst er að þar eru mikil sóknarfæri en aukin samvinna við íslenskar smásöluverslanir er einmitt ein helsta áhersla Icelandic lamb fyrir árið 2018.

 

Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic lamb.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×