Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú? Hrund Ólöf Andradóttir skrifar 4. janúar 2018 07:00 Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar