Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú? Hrund Ólöf Andradóttir skrifar 4. janúar 2018 07:00 Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar