Metmengun þrátt fyrir aðvaranir – hvað nú? Hrund Ólöf Andradóttir skrifar 4. janúar 2018 07:00 Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Óhófleg notkun flugelda olli umhverfisslysi á höfuðborgarsvæðinu. Met svifryksmengun sem samsvaraði 90 földum heilsuverndarmörkum mældist stuttu eftir áramót við Dalsmára í Kópavogi. Mengunin flokkaðist sem hættuleg í marga klukkutíma um nóttina skv. fimm þrepa loftgæðastaðli (e. Air Quality Index). Á annan tug manna leituðu á bráðamóttöku vegna andþyngsla. Þetta er í annað sinn í röð sem mjög há svifryksmengun mælist um áramót, þrátt fyrir víðtæka umfjöllun um yfirvofandi mengunarslys.Er „fullkomlega óábyrgt stjórnleysi“ frábært? Erlendir gestir lýstu flugeldagleðinni sem „sturlaðri sýningu“, „fullkomlega óábyrgt“ og „við vorum mjög hrifin“ í kvöldfréttum RÚV á nýárskvöld. Einnig var nefnt að „flugeldarnir þutu upp úr öllum áttum“, „svo mikil óreiða“, „við vorum eiginlega skelfingu lostin“ og „að í Bandaríkjunum væri búið að stöðva þetta fyrir að vera hættulegt og stjórnlaust“. Meðan algert stjórnleysi getur verið skemmtileg tilbreyting fyrir ferðamenn sem heimsækja landið einu sinni á ævinni, gegnir það sama fyrir íbúana sem upplifa tilheyrandi mengunarský og rusl árlega? Hvert gramm af mengun sem losað er í umhverfið er baggi fyrir framtíðarkynslóðir. Sumir telja að þetta sé jú bara dropi í hafið, bara einn dagur á ári, en þegar droparnir frá hverjum ármótum, bílaumferð og öðrum mengunaruppsprettum leggjast saman yfir áratugina þá kemur að því að „margt smátt gerir eitt stórt“, eins og máltakið segir. Langvarandi innöndun mengunar er mesta umhverfisvandamál heimsins skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.Aðgerðir eru nauðsynlegar Ef við viljum standa undir nafni að vera hreint land, með fyrirmyndar umhverfisgæði, þá þurfum við að sýna það í verki. Svifryksmælingarnar í höfuðborginni sl. tvenn áramót eru ákall um að grípa inn í og takmarka flugeldaskot. Það verður að leita leiða fyrir sjálfbæra áramótagleði sem reynir eftir fremsta megni að þjóna sem breiðustu hagsmunum og ná sem mestri sátt. Sem dæmi mætti stofna nefnd sem ynni tillögur sem styðji við stefnumótun stjórnvalda „hreint loft til framtíðar“ sem kom út sl. nóvember. Nefndin yrði skipuð að fulltrúum hagmunaðila s.s. Landsbjörg, fagfólks í umhverfismálum og heilsuvernd, svo og fulltrúa ferðaþjónustu, íbúa, og þjóðfélagshópa viðkvæma fyrir loftmengun eins og barna, aldraðra og lungnasjúklinga.Víðtæk samræða Góð lausn er grunduð á víðtækri samræðu sem tekur á mörgum sjónarhornum. Svara þarf spurningum eins og: Eru flugeldar venjuleg heimilisvara eða sértæk vara? Hversu miklu magni af flugeldum má skjóta upp? Hverjir eiga að skjóta flugeldum? Hvar, hvenær og hversu lengi ætti að skjóta flugeldum? Hvernig getum við aukið gegnsæi á efnainnihald flugelda? Hvernig eiga björgunarsveitirnar að fjármagna sig? Með því að draga úr mengun má auka umhverfisgæði, sem bæði dregur úr sjúkdómum vegna mengunar og stuðlar að vellíðan í þjóðfélaginu. Höfundur er prófessor í umhverfisverkfræði við HÍ.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar