Fleiri fréttir

Frá krúttulegum spýtuköllum í realískan hrylling

Hugleikur Dagsson gefur nú út sitt árlega dagatal fyrir næsta ár en sú breyting er á að hann lét aðra listamenn um að gera ábreiður af myndum hans. Verkin tólf verða öll til sýnis í Gallerý Porti út vikuna.

Innlit í fataherbergi Hönnu Rúnar

Atvinnudansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir er þekkt fyrir sinn fatastíl en hún er með eitt herbergi heima hjá sér bara fyrir föt og fylgihluti.

Dauði fiðrildanna

Stefán Pálsson skrifar um Mirabal-systurnar. Þrjár þeirra voru myrtar á þessum degi árið 1960.

Taka áhættu með því að stíga fram

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og stofnandi Facebook-hópsins Í skugga valdsins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Unnur Brá Konráðdóttir fyrrverandi forseti Alþingis ræða um þann kúltúr sem konur búa við í heimi stjórnmála og leiðir til úrbóta.

Þingstörf kennd í áratug

Tíu ár eru frá því Skólaþing var fyrst sett á Íslandi í kennsluveri Alþingis. Þar læra grunnskólanemendur um stjórnskipulag Íslands og störf Alþingis í gegn um leik.

Fengu sér allar fjórar sama húðflúrið

Nína Rún Bergsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara og Halla Ólöf Jónsdóttir hittust allar í fyrsta sinn í vikunni og fengu sér sama húðflúrið. Flúrið er táknrænt fyrir baráttu þeirra gegn því óréttlæti sem þær voru beittar.

Rithöfundur mættur á húsfund

Ný skáldsaga Friðgeirs Einarssonar fjallar um sambýli ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúanna. Hljómar hreinlega eins og umfjöllun um allra manna hversdag. "Lífið á að vera ævintýri en svo er meginþorri þess sem við gerum frekar leiðinlegt, jafnvel óbærilegt,“ segir Friðgeir.

Fékk sér hvorki vott né þurrt í viku

Steinþór Helgi Arnsteinsson hefur verið duglegur að prófa alls kyns föstur, hvort sem það eru djúsföstur eða ósamfelld fasta. Nú nýlega gekk hann þó alla leið og fastaði í heila viku án þess að neyta nokkurs nema vatns.

Sjá næstu 50 fréttir