Lífið

Spænsku kajakbræðurnir sýna íslenska náttúru í allri sinni dýrð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnaðar myndir frá landinu okkar.
Magnaðar myndir frá landinu okkar.

Spænsku bræðurnir Aniol og Gerd Serrasolses hafa leikið sér á kajak nánast alla sína ævi.

Kajakræðararnir voru hér á landi á dögunum og tóku upp efni á glænýrri Go Pro vél. Um er að ræða efni sem notað er í kynningarstarf fyrir Go Pro Hero 6.

Nú hefur fyrirtækið birt tólf mínútna langt myndband frá ferðalagi bræðranna um landið og verður að segjast að það er hreint út sagt stórkostlegt.

Í því má sjá íslenska náttúru eins og hún gerist best.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.