Lífið

Vaknaði skelfingu lostin af værum blundi á sinfóníutónleikum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt atvik.
Skemmtilegt atvik.
Það getur verið yndisleg upplifun að fara á góða sinfóníutónleika. The North State sinfónían stóð fyrir tónleikum í Casade leikhúsinu í Kaliforníu fyrr í þessum mánuði og flutti sveitin verk Stravinksy, Firebird.

Það má sannarlega segja að einn tónleikagesturinn hafi stolið senunni. Á miðjum tónleikunum sofnaði kona í sæti sínu. Firebird er magnþrungið verk og á tónlistin til að vera nokkuð hávær.

Í miðju verkinu breytist tónlistin mjög, og það á svipstundu. Við það vaknaði konan og heldur illa, en hún öskraði hreinlega úr sér líftóruna eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×