Fleiri fréttir

Birkir sat á bekknum er liðið datt út í vítaspyrnukeppni

Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður er Adana Demirspor heimsótti Alanyaspor í tyrknesku bikarkeppninni í fótbolta í dag. Heimamenn tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum með sigri í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var 1-1 að venjulegum leiktíma loknum.

Eyjamenn og Framarar fengu margra milljóna reikning í bakið

Eyjamenn og Framarar voru krafðir um vel á annan tug milljóna króna eftir að hafa fengið leikmenn án þess að greiða uppeldisbætur til uppeldisfélaga þeirra. Kostnaður ÍBV nam 17 milljónum króna auk lögfræðikostnaðar.

Bjargaði kisa af vellinum í miðjum leik

Knattspyrnumaðurinn Jason Kerr kom kettinum Topsey til bjargar þegar hann hljóp inn á fótboltavöll í Hillsborough í gærkvöld. Topsey var þar með bjargað frá fljúgandi fótbolta leikmanna Sheffield Wednesday og Wigan Athletic sem öttu þar kappi. 

Rúnar og félagar sluppu með skrekkinn gegn tíu leikmönnum Genk

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í OH Leuven unnu nauman 2-1 sigur er liðið tók á móti Genk í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom af vítapunktinum í uppbótartíma eftir að liðið hafði leikið stærstan hluta leiksins manni fleiri.

Lukaku skaut Chelsea í úrslit HM

Enska knattspyrnufélagið Chelsea er komið í úrslitaleik Heimsmeistaramóts félagsliða eftir 1-0 sigur gegn Al-Hilal frá Sádi-Arabíu í kvöld.

Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum

Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA.

Chelsea án óbólusettra leikmanna í Meistaradeildinni

Þeir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea sem ekki hafa verið bólusettir gegn Covid-19 mega að óbreyttu ekki ferðast með liðinu til að spila við Lille í Frakklandi í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði.

Myndband af dýraníð Zouma hafði ekki áhrif á liðsvalið

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United, var harðlega gagnrýndur í gærkvöldi fyrir að stilla varnarmanninum Kurt Zouma upp í byrjunaliði liðsins er West Ham tók á móti Watford í ensku úrvalsdeildinni eftir að myndband af Zouma að sparka í köttinn sinn birtist á samfélagsmiðlum.

„Eitt stig fyrir svona frammistöðu er bara ekki nóg“

Ralf Rangnick, bráðabirðastjóri Manchester United, var eðlilega ósáttur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn botnliði Burnley í kvöld og tönnlaðist stöðugt á því að sínir menn hafi skorað þrjú mörk í leiknum.

Jón Daði kom inn af varamannabekknum í enn einum sigri Bolton

Jón Daði Böðvarsson spilaði seinustu tuttugu mínútur leiksins er Bolton vann enn einn leikinn síðan að íslenski landsliðsmaðurinn gekk í raðir liðsins. Niðurstaðan varð 2-1 sigur gegn Charlton, en liðið er nú taplaust í seinustu sex leikjum sínum.

„Fá sekt fyrir að bjóða mér ekki“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði leikmenn sína hafa verið til fyrirmyndar um helgina og að myndband sem dreift hefur verið af Jack Grealish gefi ranga mynd.

Salah hvatti til hefnda í klefanum

Mohamed Salah reyndi sitt besta til þess að hughreysta liðsfélaga sína í egypska landsliðinu í búningsklefanum eftir sárt tap gegn Senegal í úrslitaleik Afríkumótsins.

Mo Salah á hraðferð heim til Liverpool

Mohamed Salah er kominn aftur til Liverpool eftir Afríkukeppnina og var mættur á æfingu enska liðsins í dag. Salah gæti því spilað næsta leik liðsins sem er á móti Leicester City á fimmtudagskvöldið.

Meistararnir keyptu Ara frá Ítalíu

Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa fest kaup á knattspyrnumanninum unga Ara Sigurpálssyni sem er uppalinn hjá HK en kemur til Víkinga frá Bologna á Ítalíu.

Sjá næstu 50 fréttir