Enski boltinn

Bowen skaut West Ham upp í Meistaradeildarsæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jarrod Bowen fagnar marki sínu í kvöld.
Jarrod Bowen fagnar marki sínu í kvöld. Craig Mercer/MB Media/Getty Images

Jarrod Bowen skoraði eina mark leiksins er West Ham vann 1-0 sigur gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill og því var staðan enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja.

Jarrod Bowen skoraði eina mark leiksins þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka eftir stoðsendingu frá varamanninum Manuel Lanzini.

Niðurstaðan varð því 1-0 sigur West Ham, en sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. Liðið er með 40 stig efti 24 leiki, einu stigi meira en Manchester United sem situr í fimmta sæti deildarinnar, en á leik til góða.

Watford situr hins vegar í 19. og næst síðasta sæti deildarinnar með 15 stig eftir 22 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×