Enski boltinn

„Fá sekt fyrir að bjóða mér ekki“

Sindri Sverrisson skrifar
Pep Guardiola segir að Jack Grealish hafi sýnt fullkomna hegðun um helgina.
Pep Guardiola segir að Jack Grealish hafi sýnt fullkomna hegðun um helgina. Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði leikmenn sína hafa verið til fyrirmyndar um helgina og að myndband sem dreift hefur verið af Jack Grealish gefi ranga mynd.

Á samfélagsmiðlum hefur gengið um myndband þar sem Grealish virðist í annarlegu ástandi, og því haldið fram að hann hafi verið of drukkinn til að fá inngöngu á skemmtistað.

Grealish var ásamt þeim Riyad Mahrez og Kyle Walker að skemmta sér eftir sigur Manchester City á Fulham í enska bikarnum um helgina.

Guardiola var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag og sagði leikmenn sína hafa verið til sóma.

„Ég er í uppnámi yfir því að þeir hafi ekki boðið mér með,“ grínaðist Guardiola.

„Myndbandið sýndi ekki hvað nákvæmlega var í gangi. Menn snæddu kvöldverð saman, edrú, og skemmtu sér með félögum sínum og nokkrum úr starfsliðinu.

Leikmennirnir vita að þeir eru að taka áhættu þegar þeir kíkja út, vegna samfélagsmiðlanna, en þeir höguðu sér allir fullkomlega,“ sagði Guardiola.

„En þeir fá sekt fyrir að bjóða mér ekki,“ bætti hann við léttur í bragði, og svaraði svo játandi þegar hann var spurður hvort að leikmennirnir nytu ekki sannmælis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×