Fleiri fréttir

Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft

Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi.

Vill aftökusveit í stað banvænnar sprautu

J.W. Ledford Jr., fangi í Georgíufylki í Bandaríkjunum, sækir nú um að vera tekinn af lífi með aftökusveit í stað banvænnar sprautu. Ledford hlaut dauðarefsingu fyrir að myrða nágranna sinn árið 1992.

Páfinn tekur portúgölsk börn í dýrlingatölu

Systkinin Fransisco og Jacinta Marto voru tekin í dýrlingatölu í dag í bænum Fatima í Portúgal. Hundrað ár eru nú síðan María mey er sögð hafa birst börnunum er þau gættu fjár í nágrenni bæjarins. Um fimmhundruð þúsund manns voru viðstaddir athöfnina.

Snörp skoðanaskipti um James Comey

Fyrrverandi yfirmaður alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum hefur verið umdeildur um nokkurra mánaða skeið. Báðir flokkar hafa hampað honum og hatað. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að reka hann í vikunni hefur þó valdið miklu fjaðrafoki.

Heilbrigðisráðherranum sparkað

Lyfjafræðingurinn Luis Lopez tók í gær við sem heilbrigðisráðherra Venesúela. Hann tekur við af kvensjúkdómalækninum Antonietu Caporale sem gegnt hafði embættinu í fjóra mánuði.

Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva

Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds.

Í mótsögn við sitt eigið starfsfólk

"Ég ætlaði alltaf að reka Comey,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti um brottrekstur sinn á James Comey, yfirmanni alríkislögreglunnar, í viðtali við NBC í gær. Sagði hann að hvatning aðstoðardómsmálaráðherrans, Rods Rosenstein, þess efnis hefði ekki haft úrslitaáhrif.

Þynnka eykur hættuna á misnotkun

Þeir sem hafa tilhneigingu til að fá slæma timburmenn eins og til dæmis höfuðverk, þreytu, ógleði og uppköst eru í meiri hættu á að misnota áfengi en aðrir þegar til lengri tíma er litið. Þetta er niðurstaða könnunar dönsku lýðheilsustofnunarinnar sem byggir á úttekt á alþjóðlegum rannsóknum.

Macron kynnir frambjóðendur sína í dag

Um hádegisbil hyggst Emmanuel Macron kynna frambjóðendur flokks síns, Republique en Marche, til þings. Þingkosningar fara fram í Frakklandi eftur um mánuð.

Sjá næstu 50 fréttir