Erlent

Norska lögreglan rannsakar rúmlega 120 kynferðisbrot innan sértrúarsafnaðar í Týsfirði

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Týsfirði í Norður-Noregi.
Úr Týsfirði í Norður-Noregi. Vísir/Getty
Lögregla í Noregi rannsakar alls rúmlega 120 kynferðisárásir sem eiga hafa átt sér stað innan sértrúaðarsafnaðar í Týsfirði í norðurhluta landsins. Lögreglu grunar að brotið hafi verið gegn rúmlega sjötíu börnum, fyrst og fremst stúlkum á aldrinum sjö til sextán ára.

Alls eru áttatíu menn til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að tengjast árásunum og hafa ellefu þeirra þegar verið ákærðir.

Málið rataði í fjölmiðla síðasta sumar þegar ellefu manns komu fram í blaðinu VG Helg þar sem þeir greindu frá hlutum sem það hafi ýmist orðið vitni að eða orðið fyrir.

Árásirnar eiga hafa átt sér stað á síðustu áratugum innan safnaðar sem kenndur er við sænska prestinn Lars Levi Laestadius.

Í frétt Verdens Gang segir að elstu tilfellin hafi átt sér stað fyrir allt að fjörutíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×