Fleiri fréttir

Röskva kynnir fram­boðs­listana

Framboðslistar Röskvu – samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í kvöld. Kosningarnar fara fram 24. og 25. mars næstkomandi.

Sam­ræmdum prófum í ensku og stærð­fræði af­lýst

Samræmdum prófum í ensku og stærðfræði, sem átti að leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku, hefur verið aflýst. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þessa ákvörðun vegna hagsmuna nemenda og sjónarmiða skólasamfélagsins.

Baldur í togi til Stykkishólms

Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi.

Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra

Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári.

Bein útsending af Fagradalsfjalli

Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá ákvörðun sóttvarnalæknis um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca vegna mögulegra aukaverkana. Við ræðum einnig við yfirlækni ónæmislækninga á Landspítalanum um málið sem og forstjóra Lyfjastofnunar Íslands.

Dæmdur til að greiða miska­bætur fyrir að hafa veist að tveimur stúlkum

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða tveimur ólögráða stúlkum miskabætur fyrir að hafa beitt þær ofbeldi. Er honum gert að greiða annarri þeirra 450 þúsund krónur og hinni 200 þúsund krónur. Ákvörðun um frekari refsingu var frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum.

Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti.

Bólu­efni Jans­sen fær markaðs­leyfi á Ís­landi

Lyfjastofnun Íslands hefur veitt bóluefni Janssen gegn Covid-19 skilyrt markaðsleyfi á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag til notkunar hjá einstaklingum sem hafa náð átján ára aldri.

Matsáætlun fyrir vind­myllur á Mosfellsheiði sam­þykkt

Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Zephyr Iceland ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðs vindorkugarðs á Mosfellsheiði innan Sveitarfélagsins Ölfuss og Grímsnes- og Grafningshrepps. Áætlunin er þó samþykkt með 23 athugasemdum.

Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa

Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca.

Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns

Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins.

Bein útsending: Sálfræðistríð fremstu skákmanna landsins

Það gæti ráðist í kvöld hverjir mætast í úrslitaeinvígi Íslandsbikarsins í skák þegar seinni skákir undanúrslitanna verða tefldar klukkan 17. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson leiða í undanúrslitaeinvígum sínum.

Ekki verið vart við neinn öryggis­brest hjá ráðu­neytum

Enginn grunur er um að tölvuþrjótar hafi notfært sér alvarlegan öryggisgalla í Microsoft Exchange tölvupóstkerfinu til að brjótast inn í tölvukerfi íslenskra ráðuneyta. Þetta segir framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins sem sér um rekstur miðlægra tölvukerfa fyrir ráðuneytin.

Ferjan Baldur vélar­vana nærri Stykkis­hólmi

Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar.

Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst

Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið.

Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“

Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn.

Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun

Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.

Mun ekki leggja til harðari aðgerðir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að leggja til við heilbrigðisráðherra að herða sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi eins og staðan er núna. Hann muni þó ekki leggja til neinar tilslakanir á næstunni.

Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg

Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að stöðva tímabundið bólusetningar hér á landi með bóluefni frá AstraZeneca. Tilkynningar hafa borist um blóðtappa í kjölfar bólusetninga með efninu í Evrópu og þar af eitt dauðsfall í Danmörku og í Austurríki.

Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca

Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Ótrúleg yfirsjón ekki eins heldur tveggja stórmeistara

Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari í skák og blaðamaður, segir líklegt að Helgi Áss Grétarsson muni eiga svefnlausa mánuði eftir ótrúlegt klúður í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Helgi Áss hefði getað mátað í tveimur leikjum en yfirsást möguleikinn.

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu. Enginn greindist með veiruna á landamærum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs.

Danir hætta tíma­bundið notkun bólu­efnis AstraZene­­ca

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með.

Stór skjálfti vestan af Grindavík

Jarðskjálfti að stærðinni 4,6 varð við Eldvörp um tvo kílómetra suður af Sandfellshæð á Reykjanesskaga klukkan 8:53. 

Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna

Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð.

Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra.

„Önnur djúp lægð er ekki langt undan“

Hvassviðrið og úrkoman úr lægðinni sem var rétt austan við landið í gær heldur áfram í dag enda hefur lægðin færst langt síðasta sólarhringinn að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Handtekinn vegna vopnaðs ráns í heimahúsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um vopnað rán í heimahúsi. Lögreglan handtók geranda á staðnum og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins. Málið er nú í rannsókn.

Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum

Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög.

Sjá næstu 50 fréttir