Innlent

Búið að opna veg um Kjalar­nes en ekkert ferða­veður norðan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða um norðanvert landið er ekkert ferðaveður.
Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða um norðanvert landið er ekkert ferðaveður. Vísir/Vilhelm

Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða um norðanvert landið er ekkert ferðaveður. Veðurstofan er með gular veðurviðvaranir í gildi fyrir vestan- og norðvestanvert landið, en beðið er með mokstur víða norðanlands vegna veðurs.

Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Búið er að opna veginn um Kjalarnes, en vegurinn um Holtavöruheiði er lokaður og er þar beðið með mokstur.

Á Vesturlandi er víðast hvar hálka, hálkublettir og hvassviðri. Skafrenningur er á fjallvegum og getur orðið blint, en mokstur er þó víðast hvar hafinn.

Á Vestfjörðum er víðast hvar snjóþekja eða hálka og einhver skafrenningur. Unnið er að mokstri milli byggðarlaga á Norðursvæðinu og eins á Ströndum, en ágætis vetrarfæri er á Suðurfjörðum. Dynjandisheiði er lokuð, og vegur um Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði ófær.

Á Norðurlandi er víðast hvar ófært og stórhríð. Þannig er Siglufjarðarvegur, vegur um Ólafsfjarðarmúla og Víkurskarð lokaðir vegna veðurs.

Á Norðausturlandi er víðast hvar þæfingur eða snjóþekja. Þungfært er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og um Dettifossveg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×