Fleiri fréttir

Ed Miliband: Horfum til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála

"Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Sögð vera strengjabrúða

„Ég er sögð strengjabrúða karla, sem taki ekki sjálfstæðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um þá kvenfyrirlitningu sem hún hefur orðið fyrir á ferlinum. „Það er alltaf einhver karl sem stjórnar mér.

Segir borgina hafa sent sms þvert gegn ábendingum

Dómsmálaráðherra segir að sms-sendingar Reykjavíkurborgar til ungra kjósenda vegna síðustu sveitarstjórnarkosninga hafi verið þvert gegn ábendingum ráðuneytisins og Persónuverndar.

Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi

Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur.

Katrín segir stjórnmálaflokka ekki vera safn um menningararf

Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar.

Átján Rúmenar leitað til Eflingar

Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks.

Sögulegur fangelsisdómur yfir farandþjófi staðfestur

Pólskur karlmaður, Kamil Piotr Wyszpolski, sem brotist hefur inn í hús austanlands sem vestan hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þrjú innbrot á Austfjörðum sumarið 2018 auk fleiri brota.

Hundruð milljóna til HM hópsins

KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Réttindi íslenskra ríkisborgara tryggð eftir Brexit

Samningaviðræðum er lokið á milli EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Bretland um áframhaldandi búseturéttindi borgara ef útgöngusamningur Bretlands og Evrópusambandsins verður ekki samþykktur

Ekki grunur um saknæmt athæfi í Grindavík

Kona fannst látin í íbúðarhúsnæði í Grindavík síðdegis í gær. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins.

Merkingar flugelda í molum

Engir skoteldar af þeim 25 sem voru skoðaðir í eftirliti Umhverfisstofnunar milli jóla og nýárs reyndust merktir með fullnægjandi hætti.

Brýnna verk að skoða auglýsingasölu RÚV

Sveinn R. Eyjólfsson, einn reyndasti blaðaútgefandi landsins, telur frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla litlu breyta fyrir þá miðla sem mestu máli skipti. Endurskoðun á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði væri alvöru aðgerð.

Líklegt að lambahryggir gangi til þurrðar í sumarbyrjun

Ef fram heldur sem horfir gæti farið svo að framleiðslan á lambahryggjum anni ekki innanlandsmarkaði. Formaður Landssamtaka sláturleyfishafa telur ekki réttlætanlegt að flytja út hryggi á sama tíma og mögulegur skortur er á vörunni hérlendis.

Uppstokkun í stjórnsýslunni

Borgar­ráð sam­þykkti í gær að leggja niður skrif­stofu eigna- og at­vinnu­þróunar (SEA) eftir að hún fékk út­reið í skýrslu um fram­kvæmdirnar við Naut­hóls­veg 100, endurbætur á bragganum margumtalaða.

Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar

Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016.

Sjá næstu 50 fréttir