Fleiri fréttir

Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina

Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu.

Hafa áhyggjur af Álfsnesvík

Aukning á þungaflutningum um Vesturlandsveg, sjón- og hljóðmengun, auk mögulegra áhrifa vegna sandfoks er meðal þess sem skipulagsnefnd Mosfellsbæjar segist hafa áhyggjur af vegna áforma um iðnaðaruppbyggingu í Álfsnesvík.

Viðreisn telur sig ekki falla á pólitískt sverð

Raddir hafa heyrst innan raða Viðreisnar um að óskiljanlegt sé að flokkurinn sé að svara fyrir klúður annarra. Oddvitinn segir eðlilegt að flokksmenn deili ekki allir sömu skoðun. Svör flokksins séu í fullu samræmi við stefnumál hans.

"Enginn hefur gert þetta í mannkynssögunni“

Líklega hafa fá alþjóðleg fréttamál vakið jafn mikla athygli undanfarin ár heldur en björgunarafrekið í Tælandi í sumar þar sem tólf fótboltastrákum og þjálfara þeirra var bjargað af lítilli syllu djúpt inn í helli fullum af vatni.

Taka á móti 75 flóttamönnum á næsta ári

Ríkisstjórnin ákvað í dag að taka á móti allt að 75 flóttamönnum á næsta ári. Þeir eru að stærstum hluta Sýrlendingar sem staddir eru í Líbanon en einnig verður tekið á móti hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem eru nú í Kenýa.

„Það liggur mikið undir og margt í húfi“

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa verulegar áhyggjur af boðuðum niðurskurði á fjárframlögum til aðildarfélaga. Að óbreyttu mun niðurskurðurinn bitna á þjónustu að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en rammasamningur um hjúkrunar- og dvalarrými rennur út um áramótin.

150 þúsund króna dagsektir lagðar á Reykjavíkurborg

Vinnueftirlitið ákvað þann 8. október síðastliðinn að leggja dagsektir á Reykjavíkurborg vegna Leikskólans Lyngheima vegna vanrækslu á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á öryggi starfsmanna, aðbúnaði og hollustuháttum.

Stórt skref í átt að brú yfir Fossvog

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti á fundi sínum á þriðjudag afgreiðslu skipulagsráðs þess efnis að tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog verði auglýst.

BHM lagði ríkið

Ríkið var dæmt til að greiða ljósmæðrum vangoldin laun.

Segir fjölmiðlanefndina hafa eyðilagt RÚV-kæru

Magnús Ragnarsson kveðst hafa fengið símtal um að auglýsing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Símanum því fyrirtækið ræki ekki fréttastofu. Ekki verði skorið úr um brot RÚV því fjölmiðlanefnd hafi klúðrað rannsóknarbeiðni.

Keisaraskurður verður æ algengari

Tíðni keisaraskurða í heiminum hefur aukist verulega á undanförnum árum. Slík aðgerð getur haft áhrif á heilsu móður og barns til skemmri og lengri tíma. Markvisst unnið að því að fækka óþarfa keisaraskurðum á Landspítala. Meira um að konur biðji um aðgerðina.

Dagur fer í veikindaleyfi

Sýking tekið sig upp að nýju og borgarstjóri frá Borgarstjóri er í leyfi meðan hann nær sér af sýkingu. Hann greindist með alvarlegan gigtarsjúkdóm eftir að hafa fengið sömu sýkingu síðasta haust, en sú var alvarlegri. Hann ætlar ekki í langt veikindaleyfi og er vongóður um framhaldið.

Ekki búið að semja um aðild Íslands

Ísland hefur ekki skrifað undir samkomulag við Dani og Norðmenn um sameiginleg lyfjakaup. Mögulegir þátttakendur í útboðinu hafa lýst efasemdum um aðkomu Íslands að verkefninu vegna smæðar markaðarins hér á landi. Pólitískur vilji þó enn til staðar.

Eyþór Arnalds um braggann: „Sjaldan er ein báran stök“

Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs.

Sjá næstu 50 fréttir