Innlent

Bilun í netsambandi Vodafone vegna uppfærslu

Kjartan Kjartansson skrifar
Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á Vísi.
Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á Vísi. Vísir/Hanna
Fyrirtæki og einstaklingar hafa misst netsamband í morgun vegna bilunar sem kom upp hjá fjarskiptafyrirtækinu Vodafone. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að unnið sé að viðgerðum. Bilunin hefur bæði haft áhrif farsímanet og net heimila og fyrirtækja.

Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að útfall á þjónustunni hafi orðið þegar unnið var við uppfærslu á kerfum í morgun. Sambandsleysið hafi varað í um tuttugu mínútur áður en starfsmenn Vodafone og samstarfsaðilar fyrirtækisins komust fyrir bilunina.

Tilkynning um bilunina var meðal annars sett í símsvara Vodafone en margir leituðu til þjónustuvers þegar hún kom upp. Guðfinnur segir að vel og hratt hafi tekist að ráða bót á vandanum.

Vísir er í eigu Sýnar, móðurfélags Vodafone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×