Fleiri fréttir

Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans

BuzzFeed News segir Trump hafa skipað lögmanni sínum að ljúga að þinginu. Tilnefndur dómsmálaráðherra sammála því að slíkt teldist hindrun á framgangi réttvísi. Bæði dómsmála- og upplýsingamálanefnd þingsins ætla að rannsaka.

Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd

Tveir nafnlausir heimildamenn fréttastofu Buzzfeed News segja Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hafa skipað fyrrum lögmanni sínum , Michael Cohen að fremja meinsæri með því að ljúga að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016.

Sony lætur R. Kelly gossa

Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins.

Rósalind rektor vísað daglega á dyr

Kötturinn Rósalind hefur vanið komur sínar í Háskóla Íslands enda getur hún alltaf treyst á matarbita og klapp frá nemendum og starfsfólki. Ekki eru þó allir sáttir og þurfa umsjónarmenn fasteigna skólans að kasta henni daglega á dyr.

Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu

Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið.

Gagnagrunnur um laun landsmanna nýtist til stefnumótunar

Leiðtogar stjórnarflokkanna kynntu í dag nýjan gagnagrunn á netinu þar sem hægt er að skoða launaþróun einstakra hópa langt aftur í tímann. Forsætisráðherra segir grunninn gagnast stjórnvöldum við stefnumótun til framtíðar.

Aðjúnkt í líffræði segir staðhæfingar í skýrslu rangar

Staðhæfingar í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um að vöxtur hvalastofna komi niður á fæðuöflun mikilvægra fisktegunda eru beinlínis rangar og þá skauta skýrsluhöfundar fram hjá margþættum áhrifum hvala á vistkerfi sjávar. Þetta segir aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í vistkerfi sjávar.

Greiða fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

Sendinefnd utanríkisráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis áttu viðræður við fulltrúa samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti.

1417 íbúðir fóru í byggingu á metári í Reykjavík

Árið 2018 var stærsta byggingaár í sögu Reykjavíkur. Þetta fullyrðir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í föstudagspistli sínum og segist hafa fengið sent yfirlit þess efnis frá byggingarfulltrúa í morgun.

Loka á netið á ný í Simbabve

Stærsta fjarskiptafyrirtæki Simbabve, Econet Wireless, hefur tilkynnt að yfirvöld þar í landi hafi fyrirskipað að tímabundið loka fyrir internetið í landinu.

Pylsustopp í Staðarskála reyndist hjónum að norðan vel

Íslensk getspá greinir frá því að eldri maður af Suðurlandi og hjón að norðan hafi dottið í lukkupottinn á dögunum og orðið milljónum króna ríkari. Í tilkynningu eru viðkomandi sögð fyrrstu milljónamæringar ársins 2019.

Sænska þingið samþykkti Stefan Löfven

Stefan Löfven mun leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja, og munu þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins verja stjórnina falli.

Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna

Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum.

Fleiri innbrot en minna um þjófnað

Tilkynnt var um 67 innbrot á heimili á höfuðborgarsvæðinu í desember og fjölgaði tilkynningum um slík brot talsvert ef miðað er við fjölda síðustu sex og tólf mánaða á undan.

Sjá næstu 50 fréttir