Upplýsingar um lífskjör landsmanna aðgengileg á nýjum vef Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 11:32 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir Tekjusöguna á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði vefinn tekjusagan.is á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vefurinn veitir aðgang að gagnagrunni um lífskjör landsmanna sem byggir á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr skattframtölum allra einstaklinga á Íslandi frá árinu 1991 til 2017. Á vefnum geta landsmenn skoðað þróun ráðstöfunartekna mismunandi hópa, áhrif skatta og bóta auk félagslegs hreyfanleika. Verkefnið hefur tvisvar verið kynnt á samráðsfundum stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins og hefur svo þróast áfram í samskiptum forsætisráðuneytisins og heildarsamtaka á vinnumarkaði en síðustu tvo mánuði hafa 80 einstaklingar úr ráðuneytum og samtökum á vinnumarkaði haft aðgang að vefnum með það að markmiði að gera hann sem bestan úr garði, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Tekjusöguna vera mikilvægt innlegg í samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. „Það er þörf á áreiðanlegum og óumdeildum gagnagrunni með launatölfræði sem allir hafa aðgang að til að hægt sé að leggja mat á launaþróun auk áhrifa skatta og bóta með óumdeildum og áreiðanlegum hætti. Ég tel að með Tekjusögunni séum við komin með styrkan grundvöll undir umræður um kjaramál,“ segir Katrín. „Það er lykilatriði fyrir stjórnvöld að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýsingum þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku. Tekjusagan gerir okkur kleift að sjá hvernig lífskjör mismunandi hópa hafa þróast, hvaða hópum hefur vegnað vel og hvaða hópar þurfa sérstaka athygli.“Bjarni Benediktsson telur vefsíðuna einstaka á evrópska vísu.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vinnuna eftir því sem hann kemst næst einstaka á evrópska vísu. „Þessi vinna er, eftir því sem við komumst næst, einstök á evrópska vísu. Aldrei áður hefur verið farið í jafn yfirgripsmikla og ýtarlega gagnasöfnun og rannsókn á lífskjaraþróun á Íslandi. Það er ánægjulegt að sjá að okkur hefur miðað áfram og að allir hafa það betra þótt, eins og fram kom í máli forsætisráðherra, módelið sýni okkur hópa sem hafa ekki notið eins mikils vaxtar og við vildum. Það gefur okkur um leið tækifæri til að bregðast við því með markvissum aðgerðum.“Sigurður Ingi segir landsmenn búa í landi tækifæranna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir gögn og gagnasöfnun mikivlægan þátt í samfélaginu í dag. „Þetta verkefni gerir okkur kleift að tala um staðreyndir á nýjan og gagnsæjan hátt. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fást í Tekjusögunni getum við mótað stefnu á markvissari hátt en áður. Það vekur sérstaka athygli mína að sjá staðfestingu á því að félagslegur hreyfanleiki sé einstaklega mikill á Íslandi. Það segir mér að við búum í landi tækifæranna.“ Forsætisráðherra fór yfir hvernig hægt er að kalla fram upplýsingar um þróun lífskjara nokkurra hópa og sýndi eftirfarandi dæmi.Myndin sýnir að lífskjarabati hefur orðið almennt á vinnumarkaði, þó með nokkru bakslagi á árunum í kjölfar bankahrunsins.Myndin sýnir hvernig staða einstæðra mæðra á aldrinum 25-34 ára í 2. tekjutíund með 1-2 börn á leigumarkaði hefur þróast frá 1991.Hér má sjá þróun á kjörum eldri borgara í sambúð og eigin húsnæði.Hér má skoða hvernig fólk hefur hreyfst á milli tekjutíunda yfir ákveðin tímabil og hversu stórt hlutfall færist upp eða niður eða stendur í stað. Slík greining er sögð góður mælikvarði á félagslegan hreyfanleika og bendi gögnin sterklega til þess að félagslegur hreyfanleiki sé mikill á Íslandi. Kjaramál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði vefinn tekjusagan.is á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vefurinn veitir aðgang að gagnagrunni um lífskjör landsmanna sem byggir á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr skattframtölum allra einstaklinga á Íslandi frá árinu 1991 til 2017. Á vefnum geta landsmenn skoðað þróun ráðstöfunartekna mismunandi hópa, áhrif skatta og bóta auk félagslegs hreyfanleika. Verkefnið hefur tvisvar verið kynnt á samráðsfundum stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins og hefur svo þróast áfram í samskiptum forsætisráðuneytisins og heildarsamtaka á vinnumarkaði en síðustu tvo mánuði hafa 80 einstaklingar úr ráðuneytum og samtökum á vinnumarkaði haft aðgang að vefnum með það að markmiði að gera hann sem bestan úr garði, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Tekjusöguna vera mikilvægt innlegg í samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. „Það er þörf á áreiðanlegum og óumdeildum gagnagrunni með launatölfræði sem allir hafa aðgang að til að hægt sé að leggja mat á launaþróun auk áhrifa skatta og bóta með óumdeildum og áreiðanlegum hætti. Ég tel að með Tekjusögunni séum við komin með styrkan grundvöll undir umræður um kjaramál,“ segir Katrín. „Það er lykilatriði fyrir stjórnvöld að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýsingum þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku. Tekjusagan gerir okkur kleift að sjá hvernig lífskjör mismunandi hópa hafa þróast, hvaða hópum hefur vegnað vel og hvaða hópar þurfa sérstaka athygli.“Bjarni Benediktsson telur vefsíðuna einstaka á evrópska vísu.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vinnuna eftir því sem hann kemst næst einstaka á evrópska vísu. „Þessi vinna er, eftir því sem við komumst næst, einstök á evrópska vísu. Aldrei áður hefur verið farið í jafn yfirgripsmikla og ýtarlega gagnasöfnun og rannsókn á lífskjaraþróun á Íslandi. Það er ánægjulegt að sjá að okkur hefur miðað áfram og að allir hafa það betra þótt, eins og fram kom í máli forsætisráðherra, módelið sýni okkur hópa sem hafa ekki notið eins mikils vaxtar og við vildum. Það gefur okkur um leið tækifæri til að bregðast við því með markvissum aðgerðum.“Sigurður Ingi segir landsmenn búa í landi tækifæranna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir gögn og gagnasöfnun mikivlægan þátt í samfélaginu í dag. „Þetta verkefni gerir okkur kleift að tala um staðreyndir á nýjan og gagnsæjan hátt. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fást í Tekjusögunni getum við mótað stefnu á markvissari hátt en áður. Það vekur sérstaka athygli mína að sjá staðfestingu á því að félagslegur hreyfanleiki sé einstaklega mikill á Íslandi. Það segir mér að við búum í landi tækifæranna.“ Forsætisráðherra fór yfir hvernig hægt er að kalla fram upplýsingar um þróun lífskjara nokkurra hópa og sýndi eftirfarandi dæmi.Myndin sýnir að lífskjarabati hefur orðið almennt á vinnumarkaði, þó með nokkru bakslagi á árunum í kjölfar bankahrunsins.Myndin sýnir hvernig staða einstæðra mæðra á aldrinum 25-34 ára í 2. tekjutíund með 1-2 börn á leigumarkaði hefur þróast frá 1991.Hér má sjá þróun á kjörum eldri borgara í sambúð og eigin húsnæði.Hér má skoða hvernig fólk hefur hreyfst á milli tekjutíunda yfir ákveðin tímabil og hversu stórt hlutfall færist upp eða niður eða stendur í stað. Slík greining er sögð góður mælikvarði á félagslegan hreyfanleika og bendi gögnin sterklega til þess að félagslegur hreyfanleiki sé mikill á Íslandi.
Kjaramál Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira