Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum greinum við frá því að óhagnaðardrifnum bygginigarfélögum getur reynst erfitt að finna verktaka til að byggja á dýrum uppfyllingarsvæðum þar sem verið er að þétta byggð í borginni.

Við heyrum í Skúla Mogensen en í dag féllust fjárfestar á skilmálabreytingar á lánum sínum til félagsins sem var forsenda fyrir því að bandarískur hluthafi komi inn í félagið.

Við heyrum í ráðherrum sem kynntu nýjan gagnagrunn í dag þar sem hægt er að skoða launaþróun ólíkra tekjuhópa aldarfjórðung aftur í tímann og sláumst í för með þekkingarþyrstum ketti sem sækir stíft að komast í Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×