Körfubolti

Bucks í sögu­bækurnar eftir sigurinn á Pacers

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir komu ekki við sögu í leiknum en eru ástæðan fyrir að Bucks skráði sig í sögubækurnar.
Þessir tveir komu ekki við sögu í leiknum en eru ástæðan fyrir að Bucks skráði sig í sögubækurnar. Stacy Revere/Getty Images

Milwaukee Bucks komst í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið hélt einvígi sínu gegn Indiana Pacers í úrslitakeppni deildarinnar á lífi.

Milwaukee Bucks forðaðist sumarfrí með sigri á Indiana Pacers í fimmta leik liðanna í 8-liða úrslitum austurhluta NBA-deildarinnar. Lokatölur 115-92 Bucks í vil en liðið var án stjarna sinna, þeirra Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard.

Í fjarveru þeirra stigu Khris Middleton og Bobby Portis heldur betur upp, báðir skoruðu 29 stig ásamt því að skila sínu á hinum enda vallarins. Middleton tók alls 12 fráköst og gaf fimm stoðsendingar á meðan Portis tók 10 fráköst.

Það sem gerir sigur Bucks enn merkilegri er að þeir eru fyrsta lið í sögu deildarinnar til að vinna leik í úrslitakeppninni án tveggja af sinna stigahæstu mönnum.

  • Giannis er með að meðaltali 30 stig í leik ásamt því að taka 12 fráköst og gefa 7 stoðsendingar.
  • Lillard er með 24 stig að meðaltali í leik, 7 stoðsendingar og 4 fráköst.

Að því sögðu þarf Bucks kraftaverk til að komast áfram gegn Pacers en aðeins þrettán lið hafa komið til baka eftir að vera 3-1 undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×