Erlent

Á­kærður fyrir að nota slag­orð SS-sveitanna á fjölda­fundi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Björn Höcke er þekktur fyrir að ögra.
Björn Höcke er þekktur fyrir að ögra. AP/Jens Meyer

Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista.

Það er ólöglegt í Þýskalandi að nota slagorð og tákn Nasistaflokksins en Björn Höcke er sakaður um að hafa notið slagorðið „Allt fyrir Þýskaland“ á fjöldasamkomu í Saxlandi. Slagorðið var notað SS-sveitum nasista og grafið á eggvopn þeirra.

Höcke er leiðtogi Valkostir fyrir Þýskaland í Þýringalandi en bæði hann og armur flokksins í Þýringalandi eru á lista yfirvalda í Þýskalandi yfir öfgahópa og eru undir eftirliti.

Yfirvöld hafa gefið lítið fyrir staðhæfingar Höcke um að hann hafi ekki vitað að „Allt fyrir Þýskaland“ hefði verið slagorð SS-sveitanna og hafa meðal annars bent á að hann sé fyrrverandi sagnfræðikennari. Þá hafa tveir aðrir flokksbræður hans verið áminntir fyrir notkun slagorðsins á síðustu árum.

Höcke á yfir höfði sér sekt eða stutta fangelsisvist en dómstóllinn gæti einnig svipt hann tímabundið kosningaréttinum og kjörgengi. Það yrði mikið áfall fyrir bæði Höcke og flokkinn en þeim er spáð góðu gengi í komandi kosningum.

Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×