Hákon og félagar lágu fyrir heimamönnum á Villa Park 11. apríl 2024 18:31 Hákon Arnar skoraði en markið var dæmt ógilt eftir myndbandsskoðun Shaun Botterill/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille töpuðu 2-1 fyrir Aston Villa í átta liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Ollie Watkins kom heimamönnum yfir á 13. mínútu með skallamarki. John McGinn krullaði boltann inn á teiginn og fann Watkins einan og óvaldaðan, hann stýrði boltanum auðveldlega í netið með kollspyrnu. Lille komst nálægt því að jafna á 24. mínútu þegar sending frá Hákoni Arnari rataði á Edon Zhegrova en hann fór illa með færið. Áfram hélt Lille að sækja en Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, kom sínum mönnum margoft til bjargar. Aston Villa nýtti hálfleikshléið vel og stillti strengi sína saman. Það var allt önnur ásjón á liðinu í seinni hálfleik og þeir uppskáru fljótlega annað mark. Í þetta sinn var það John McGinn, boltinn barst til hans rétt utan við teig eftir hornspyrnu, skot hans fór af varnarmanni og þaðan í netið. Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir tók Lille aftur við sér. Hákon Arnar kom boltanum í netið á 63. mínútu en markið var dæmt af, eftir myndbandsskoðun, vegna rangstöðu. Lille minnkaði muninn á 84. mínútu eftir að hafa legið lengi í sókn. Markið kom eftir hornspyrnu sem rataði á nærstöngina. Þar reis Bafode Diakite manna hæst og stangaði boltann í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og Aston Villa er í vænlegri stöðu fyrir næsta leik liðanna sem fer fram í Lille næsta fimmtudag. Sambandsdeild Evrópu
Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille töpuðu 2-1 fyrir Aston Villa í átta liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Ollie Watkins kom heimamönnum yfir á 13. mínútu með skallamarki. John McGinn krullaði boltann inn á teiginn og fann Watkins einan og óvaldaðan, hann stýrði boltanum auðveldlega í netið með kollspyrnu. Lille komst nálægt því að jafna á 24. mínútu þegar sending frá Hákoni Arnari rataði á Edon Zhegrova en hann fór illa með færið. Áfram hélt Lille að sækja en Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, kom sínum mönnum margoft til bjargar. Aston Villa nýtti hálfleikshléið vel og stillti strengi sína saman. Það var allt önnur ásjón á liðinu í seinni hálfleik og þeir uppskáru fljótlega annað mark. Í þetta sinn var það John McGinn, boltinn barst til hans rétt utan við teig eftir hornspyrnu, skot hans fór af varnarmanni og þaðan í netið. Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir tók Lille aftur við sér. Hákon Arnar kom boltanum í netið á 63. mínútu en markið var dæmt af, eftir myndbandsskoðun, vegna rangstöðu. Lille minnkaði muninn á 84. mínútu eftir að hafa legið lengi í sókn. Markið kom eftir hornspyrnu sem rataði á nærstöngina. Þar reis Bafode Diakite manna hæst og stangaði boltann í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og Aston Villa er í vænlegri stöðu fyrir næsta leik liðanna sem fer fram í Lille næsta fimmtudag.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn