Handbolti

Aron lyfti deildar­meistara­titlinum í Kapla­krika í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
FH gat leyft sér að fagna í kvöld. Deildarmeistarar karla í handbolta árið 2024. Nú tekur alvaran við í úrslitakeppni deildarinnar
FH gat leyft sér að fagna í kvöld. Deildarmeistarar karla í handbolta árið 2024. Nú tekur alvaran við í úrslitakeppni deildarinnar Vísir/Anton Brink

Lið FH fékk afhentan deildarmeistaratitil Olís deildar karla í handbolta í kvöld eftir sigur á KA, 32-22 í lokaumferð deildarinnar. Úrslitakeppnin tekur nú við. 

Heil umferð fór fram á sama tíma í kvöld. Grótta vann eins marks sigur á Selfoss, 33-32. Á sama tíma gerði Afturelding góða ferð í N1 höllina og vann þar eins marks sigur á heimamönnum í Val. 

Haukar unnu fjögurra marka sigur á Fram á meðan að Stjarnan bar sigurorðið af Víkingum. ÍBV vann fjögurra marka sigur á HK og þá höfðu deildarmeistarar FH betur gegn KA eins og fram hefur komið. 

Úrslitakeppnin tekur við en efstu átta lið Olís deildarinnar hafa tryggt sér þátttökurétt í henni. Þar eru einvígin eftirfarandi en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum: 

FH - KA 

Afturelding - Stjarnan

Valur - Fram 

ÍBV - Haukar 

Úrslitakeppnin hefst með leikjum þann 10.apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×