Enski boltinn

Hjólar í goð­­sagnir United vegna orða þeirra um Ras­h­­ford

Aron Guðmundsson skrifar
Marcus Rashford í leik með Manchester United. Hann og hans frammistöður á tímabilinu voru til umræðu í Stick To Football
Marcus Rashford í leik með Manchester United. Hann og hans frammistöður á tímabilinu voru til umræðu í Stick To Football Vísir/Getty

Dwa­ine Maynard, bróðir og um­boðs­maður Marcus Ras­h­ford leik­manns Manchester United, tekur illa í gagn­rýni fyrr­verandi leik­manna fé­lagsins í garð bróður síns sem virðist liða illa innan sem utan vallar þessa dagana.

Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary N­evil­le, spark­s­pekingur Sky Sports og fyrr­verandi leik­maður Manchester United, að því að eitt­hvað amaði að Ras­h­ford.

„Það er eitt­hvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spila­mennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera á­nægður. Ég horfi á hann og hef á­hyggjur af honum,“ sagði N­evil­le um Ras­h­ford í þættinum Stick To Foot­ball.

Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty

Það stingi í stúfa því Ras­h­ford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glað­lyndi karakter sem bjó við mikið frelsi.

Roy Kea­ne, fyrr­verandi liðs­fé­lagi N­evil­le hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Ras­h­ford þurfa gott spark í aftur­endann frá fólkinu sem er í kringum hann dags dag­lega.

„Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði á­hyggjur af honum," bætti Kea­ne við. „En maður horfir á hann og það er eitt­hvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjöl­skylda hans eða um­boðs­maður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í aftur­endann? Ef þú vilt vera þessi leið­togi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því á­byrgð."

Rio Ferdinand, enn einn fyrr­verandi leik­maður Manchester United, sem var gestur í um­ræddum þætti, sagði Ras­h­ford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig.

Eitt­hvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og um­boðs­mann Dwa­ine Maynard sem tekur svo sannar­lega ekki vel í um­ræður þessa spark­s­pekinga um Ras­h­ford.

„Ég átta mig fylli­lega á því hvernig hlað­varps­heimurinn virkar en ef þú hefur veru­legar á­hyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwa­ine í færslu sem birtist á sögu-fítusi sam­fé­lags­miðilsins Insta­gram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra á­hyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smelli­beita í mínum augum.“

Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. 

Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×